is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46676

Titill: 
  • Gjörgæsla án landamæra: Hraðsamantekt á samsetningu, eiginleikum og íhlutunum gjörgæsluálitsteyma og afdrifum sjúklinga sem þjónustu þess þurfa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Gjörgæsluálitsteymi (GÁT) geta mögulega lækkað dánartíðni, stytt dvalarlengd, fækkað gjörgæsluinnlögnum og hindrað hjartastopp á legudeildum sjúkrahúsa. Rannsóknum ber þó ekki saman um árangur GÁT og jafnvel er hlutverk GÁT fljölþættara. Alþjóðlegar leiðbeiningar hafa ekki birst um hvernig GÁT þjónusta skuli veitt. Markmið rannsóknarinnar er að kortleggja þjónustu GÁT á sjúkrahúsum, það er, hlutverk þess, ástæður útkalla, íhlutanir og afdrif sjúklinga í þeim tilgangi að nýta niðurstöður við frekari þróun og uppbyggingu GÁT á íslenskum sjúkrahúsum. Aðferð: Hraðsamantekt (e.Rapid Review) var framkvæmd á kerfisbundinn hátt samkvæmt leiðbeiningum Cochrane og Joanna Briggs Institude (JBI). Leitað var í gagnagrunnunum PubMed, CINAHL, Scopus og Web of Science að megindlegum rannsóknum frá árunum 2013-2024 um GÁT þjónustu. Gæðamat rannsókna og framkvæmd hraðsamantektarinnar var í samræmi við tilmæli JBI og PRISMA var notað til þess að setja fram rannsóknarferlið á gegnsæjan hátt. Niðurstöður voru birtar lýsandi í texta og í töflum.
    Niðurstöður: Átján fram- eða afturskyggnar lýsandi ferilrannsóknir uppfylltu inntökuskilyrðin. Algengast var að GÁT væru mönnuð af starfsfólki gjörgæsludeilda (10/17 rannsóknum) og tiltæk allan sólarhringinn (8/17). Viðmið GÁT útkalla voru mismunandi milli rannsókna og viðurkennd matstæki við stigun bráðra veikinda sjúklinga voru notuð í 2/17 rannsóknum. GÁT var oftast virkjað af hjúkrunarfræðingum (61,8-94%) og flest útköll voru utan dagvinnutíma (7/10). Algengustu ástæður GÁT útkalla voru tengd vandamálum frá öndunarfærum (12-40%), blóðrás (15-65%) eða áhyggjum fagfólks (10-32%). Helstu íhlutanir voru öndunarstuðningur (7-49%), stuðningur við blóðrás (11,4-42%) og frekari greining (0-68%). Hlutfall sjúklinga sem fluttist á gjörgæslu eða annað hærra meðferðarstig í lok útkalls var breytilegt (8,4-68%). Dánartíðni spannaði 12,6-67,7%. Ályktun: Kortlagning GÁT þjónustu sýnir að hún er ólík milli sjúkrahúsa. Versnandi lífsmörk sjúklinga eru ástæður útkalla en einnig klínískt innsæi fagfólks. GÁT veita bráðveikum sjúklingum á legudeildum sérhæfða meðferð og einfalda boðleiðir milli gjörgæslu og legudeilda. Niðurstöður samantektarinnar varpa ljósi á þætti sem æskilegt er að hafa í huga við uppbyggingu GÁT þjónustu.

Samþykkt: 
  • 30.4.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46676


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS verkefni Helga Dögg Gjörgæsla án landamæra.pdf2.48 MBLokaður til...01.05.2026HeildartextiPDF
Yfirlýsing Helga Dögg undirskrift.pdf50.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF