is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46690

Titill: 
  • Á annan veg: Hvað-ef sögur Quentins Tarantino
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur verið áhrifamikill og umdeildur allan sinn kvikmyndaferil. Af þeim níu kvikmyndum sem hann hefur gert er hægt að færa rök fyrir að þrjár af þeim falli vel inn í það sem kallað er hvað-ef söguformið. Kvikmyndirnar eru Inglourious Basterds (2009), Django Unchained (2012) og Once Upon a Time in… Hollywood (2019). Allt eru þetta hefndarfantasíur sem byggjast á raunverulegum atburðum. En í þeim öllum skapar leikstjórinn hliðarheim þar sem atburðir fóru á annan veg en í raun. Fyrst verður hvað-ef sagnformið útskýrt og litið á hvernig leikstjórinn notar það til að hnika til ákveðnum atburðum mannkynssögunnar. Tarantino sækist eftir að hafa áhrif á tilfinningar áhorfenda með list sinni. Greint verður frá hvernig leikstjórinn notar skáldskapinn með það að markmiði að vekja misvísandi tilfinningar og hjálpa áhorfendum að koma þeim í jafnvægi eins og fræðimenn telja að Aristóteles hafi haft í huga með kaþarsis. Síðan verður litið á hverjar viðtökur verkanna voru hjá gagnrýnendum og spurt hversu réttmæt gagnrýnin sé. Quentin Tarantino fjallar í þessum myndum um helför gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, þrælahald í Bandaríkjunum og morðið á leikkonunni Sharon Tate. Skoðað verður hvernig hann notar svo tilfinningahlaðna viðburði í list sinni og rætt hvort rétt sé að gera það.

Samþykkt: 
  • 2.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46690


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-RÁN..pdf582,02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf9,33 MBLokaðurYfirlýsingPDF