is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46692

Titill: 
  • Lífið BIDD leikur: Setningafræðileg athugun á tákninu BIDD í íslenska táknmálinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um táknið BIDD í íslensku táknmáli og setningafræðilega hegðun þess. BIDD hefur verið rannsakað í náttúrulegum gögnum og er það talið vera tengisögn. Táknið þýðir ‘vera’ og er það áhugavert að því leyti að tengisagnir eru sjaldséðar í táknmálum en einungis hafa fundist tákn sem svipa til tengisagna í örfáum táknmálum. Dómapróf, sem innihélt þrjátíu setningar og þar af fjórtán sem tengjast BIDD, var lagt fyrir á netinu í tvíþættum tilgangi: að prófa tiltekna hluti sem ekki fundust í náttúrulegum gögnum og sannreyna það sem þau gögn sýna. Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum 19 döff, sem voru nær öll fædd á árunum 1961-1990. Í ljós kom hátt hlutfall samþykkis í öllum setningum, jafnvel þeim sem ekki finnast í náttúrulegum gögnum. Setningagerð sem hefur fundist í náttúrulegum gögnum var prófuð, þ.e. BIDD á undan sagnfyllingu, og fékk hún hátt samþykki. BIDD á eftir sagnfyllingu fékk lægra samþykki, þó hærra en búist var við út frá náttúrulegum gögnum. Einnig var staða BIDD prófuð miðað við miðlæg atviksorð, hjálparsögnina BÚINN og háttarsögnina LANGA, sem ekki hefur sést í náttúrulegum gögnum. Þegar BIDD var á undan ALDREI og BÚINN fékk það hátt samþykki en þegar BIDD kom á eftir fékk það sömuleiðis hærra samþykki en búist var við ef ætlað er að BIDD sé á undan sagnlið. Einnig fengu atviksorðin ALDREI og VISS (ísl. örugglega) ólíkar niðurstöður, þar sem BIDD á undan ALDREI fékk hærra samþykki en þegar BIDD kom á eftir ALDREI. Að lokum var BIDD prófað á eftir háttarsögn og var þ.a.l. í nafnhætti. Sú setning fékk lágt samþykki, enda þarf BIDD að vera í setningafræðilegri stöðu sem samræmist persónuhætti. Hátt samþykki á BIDD á undan sagnlið í aðal- og aukasetningum rímar við niðurstöður úr náttúrulegum gögnum. Þau gögn benda einnig til þess að BIDD sé ótækt þegar það er í nafnhætti. Í gögnunum fundust hins vegar hvergi dæmi um BIDD á eftir sagnfyllingu og kemur því hátt samþykki á óvart, en þær niðurstöður eru mögulega komnar til vegna þess að BIDD í lok setningar býður upp á aðra túlkun og sömuleiðis má yfirfæra þá skýringu á setninguna sem hafði hjálparsögn. BIDD-lausar setningar fengu í öllum tilvikum hærra samþykki og því staðfestir það að BIDD sé valfrjálst og að sumir málhafar nota það ekki. Rannsóknin leiddi í ljós ýmsar upplýsingar sem í sumum tilvikum stangast á við náttúruleg gögn en einnig fengust upplýsingar um stöðu BIDD með miðlægum atviksorðum, hjálparsögnum og háttarsögnum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46692


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing EDC.pdf853.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA-EDC_2024.pdf486.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna