Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46703
Lokaverkefnið mitt helst í hendur við listgreiningu BA-ritgerðarinnar minnar. Í ritgerðinni skoðaði ég eigið verk í samhengi við prógram tónlist, nema út frá sjónarhorni raftónlistar. Í ritgerðinni gerði ég grein fyrir fræðilegum hugtökum sem ég notaði síðan til þess að greina verk sem er í vinnslu; verk sem ég samdi með sögu í huga. Markmiðið var að með greiningu myndi skerpast á ásetningi verksins, sem þar af leiðandi myndi hjálpa mér að semja af því tilbrigði. Ég greindi svokallaðar hreyfingar hljóðanna og útfrá því túlkaði ég senur, náttúruafl, hluti eða sögupersónur, þ.e.a.s. prógram tónlistarinnar. Á útskriftartónleikunum flutti ég síðan tilbrigðið sem ég tók fyrir, sem hafði breyst töluvert. Útskriftartónleikarnir voru þann 3.desember síðastliðinn. Greinargerðin fer yfir kveikju verkanna sem ég flutti á útskriftartónleikunum. Farið verður yfir hvernig gekk að listgreina, skrifa ritgerð og semja á sama tíma. Ég útskýri hvers vegna ég tók þá ákvörðun að útsetja fyrir hljóðfæraleikara og hvernig ég hugsa um hljóðfæraleikinn sem hluta af hljóðskúlptúrum; hluta af sömu hljóðheildinni og er í hljóðupptökunum (e. playbackinu) sem spilaðar eru með hljóðfæraleikurunum. Ég útskýri að ég vildi upplifa sjálft ferlið; að skipuleggja æfingar og að miðla hugmyndum mínum og sýn til hljóðfæraleikara. Ég færi einnig rök fyrir því hvers vegna ég vildi ekki láta prógram
tónlistarinnar fylgja með.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Drypur_Lokaverkefni_greinargerð_Bergþóra_Kristbergsdóttir_Haust_2023.pdf | 39,5 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |