is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46704

Titill: 
  • Asai mæðgurnar: Þrautseigar konur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessari ritgerð er ætlað að varpa ljósi á hvað það var sem gerði Asai systrunum, þeim Yodogimi (1567-1615) og Oeyo (1573-1626) og móður þeirra, Oichi (1547-1583), kleift að komast til metorða, þrátt fyrir að aðstæður þessara kvenna hefðu átt að leiða til gagnstæðrar niðurstöðu, samkvæmt öllum viðteknum venjum. Því verður haldið fram að ástæðu velgengni Asai mæðgnanna megi rekja til tengsla þeirra við hinn volduga lénsherra Oda Nobunaga, að virðingin fyrir honum og óttinn sem óvinir hans og aðrir lénsherrar báru í brjósti gagnvart honum hafi skipt sköpum um örlög þeirra systra og móður þeirra. Þessi ritgerð leiðir framangreint í ljós með því að segja fyrst frá almennri stöðu kvenna í Japan fyrri alda og sérstaklega stöðu kvenna á því tímabili sem um ræðir. Nauðsynlegt þótti að rekja sögu Oda Nobunaga og þar með varpa ljósi á hvernig orðspor hans hjálpaði þessum mæðgum sem sagt verður frá, ekki aðeins að sleppa lifandi frá blóðugum átökum, heldur jafnframt að komast í áhrifastöður innan samfélagsins, þegar ýmsar veigamiklar ástæður hefðu átt að leiða til annarrar niðurstöðu í veruleika sem einkenndist af stöðugum átökum, valdabaráttu og blóðsúthellingum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46704


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asai mæðgurnar. Þrautseigar konur.pdf355,12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf87,03 kBLokaðurYfirlýsingPDF