Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46722
Hetjur og hetjudáðir eru eitt megin aðdráttarafl frásagna. Sögur af hetjum hafa alltaf vakið mikla lukku meðal fólks, það hrífst og dáist af afrekum þeirra og heldur sögum þeirra á lífi í munngeymd og í bókmenntum. Hefðbundnar staðalímyndir um hetjur eru oft sigursælir stríðsmenn sem hafa getuna til þess að vega hvaða óvin sem er, og búa yfir ógurlegum styrk. Hetjuskapur getur hins vegar einnig falist í hugvitinu og hinu andlega, mikill styrkur felst oft í því að vita hvenær sé tímabært að leggja niður vopnin, leyfa vitinu að ráða för, og þjást jafnvel í þágu einhvers æðri málstaðar. Í þessari ritgerð verður fjallað um hetjuskapinn og ýmsar óhefðbundnar birtingarmyndir hans. Tekin verða fyrir þrjú verk frá ólíkum tímum bókmenntasögunnar og hetjuskapur aðalpersóna þeirra, Gilgameskviðu, valinna rita úr Biblíunni og Hringadróttinssögu. Dregnar verða fram hliðstæður á milli þessara verka og sýnt hvernig aðrar hugmyndir um hetjuskap koma fram í þeim öllum en þær sem gjarnan er haldið á lofti.
Heroes and heroism are one of the main attractions of storytelling. Stories of heroes have throughout the ages captivated human imagination and have been preserved through both written and oral traditions. Typically, heroes are depicted as formidable warriors, fearless and mighty, capable of overpowering any opponent they encounter. However, heroism often transcends physical prowess, it is equally manifested in intellect and spirit. A true hero knows when to lay down arms, allowing good sense to prevail, even to go through great suffering for a greater cause. This essay will explore the concept of heroism and its portrayal in literary history. Three works from distinct eras will be examined, The Epic of Gilgamesh, The Bible, and The Lord of the Rings. The cross-influences of these works will be studied, and it will be shown how a less violent and more spiritual kind of heroism is most often prominent in their protagonists.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlysing_see.pdf | 446,23 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
ba_ritgerd_see.pdf | 468,47 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |