Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46726
Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í upplifun náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum af aðkomu þeirra við vinnslu kynferðisofbeldismála. Kanna hvernig þeir upplifa sitt hlutverk í slíkum málum og hvaða áskoranir verða á vegi þeirra varðandi þennan málaflokk. Eins að kanna hver upplifun þeirra er af þeim viðbragðsáætlunum sem skólar hafa sett sér er varða kynferðisofbeldi. Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri rannsóknaraðferð og voru viðtöl tekin við átta náms- og starfsráðgjafa sem starfa innan framhaldsskólanna. Helstu niðurstöður gefa til kynna að þeir náms- og starfsráðgjafar sem rætt var við gegna veigamiklu hlutverki við vinnslu kynferðisofbeldismála innan framhaldsskólanna. Þeir leggja sig fram við að sýna þeim nemendum sem að slíkum málum koma virðingu og samkennd, styðja þá og starfa sem talsmenn bæði þolenda og meintra gerenda innan skólanna og gæta að hagsmunum beggja. Þeir taka við keflinu, koma málunum í réttan farveg og finna hentug úrræði. Niðurstöður sýndu að það er viðmælendum mikilvægt að starfa innan síns starfssviðs en vegna skorts á úrræðum og ýmissa áskoranna sem á vegi þeirra verða við vinnslu kynferðisofbeldismála þá upplifa þeir sig nauðbeygða til að starfa fyrir utan sitt starfssvið til að stuðla megi að farsæld og áframhaldandi skólagöngu þeirra nemanda sem að málunum koma. Af niðurstöðum má ætla að enn sé vinna fram undan hjá framhaldsskólum og stjórnvöldum til að bregðast við þeim vanda sem kynferðisofbeldi innan framhaldsskólanna er. Skilgreina þarf betur störf náms- og starfsráðgjafa og það hlutverk sem þeir gegna við vinnslu kynferðisofbeldismála. Ásamt því að skýra þarf lagaramma og endurskoða viðbragðsáætlanir svo hægt verði að bjóða uppá raunveruleg úrræði sem tryggja farsæld bæði þolenda og ungra gerenda. Vonast er til að þessar niðurstöður verði gagnlegar við mótun verkferla og stefnumörkun stjórnvalda er varða kynferðisofbeldismál innan framhaldsskólanna.
The object of this study was to gain insights into career and guidance counselors experiences of their involvement in the handling of sexual violence cases in secondary schools. Explore how they perceive their role in such cases and what challenges they face in this area. The aim was also to explore what their experiences are with the response plans that schools have put in place regarding sexual violence. The study was conducted using a qualitative research method and interviews were conducted with eight counselors in upper secondary schools. The results indicate that the counselors interviewed play a significant role in processing sexual violence cases. They strive to treat the students involved in such cases with respect and empathy, support them, act as advocates for both the victim and the alleged perpetrator within the schools, and look out for the interests of both. They take the baton and make sure the cases are on the right course and find suitable resources. The results also showed that it is important for them to work within their field, but they feel forced to operate outside of their field of expertise to promote the wellbeing and the ongoing education of students involved in sexual abuse cases because of a lack of resources and various challenges they face when processing cases of sexual violence.
From the findings, it can be assumed that there is still work ahead for upper secondary schools and the authorities to address the problem of sexual violence within the schools. The work of career and guidance counselors and the role they play in processing sexual violence cases need to be better defined. As well as clarifying the legal framework and response plans reviewed to provide resources that ensure the wellbeing of both victims as well as young perpetrators. Hopefully, these findings will be useful in shaping government procedures and policies regarding sexual violence cases within upper secondary schools.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LokaritgerdFHH.pdf | 642,21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing.fridur.hilda.pdf | 483,62 kB | Lokaður | Yfirlýsing |