is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46729

Titill: 
  • Náms- og starfsráðgjafaráætlanir í grunnskólum. Drög að heildrænni náms- og starfsráðgjafaráætlun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar að bera saman og ígrunda fyrirliggjandi náms- og starfsráðgjafaráætlanir grunnskóla á tilteknu svæði til að fá dýpri skilning á núverandi stöðu og einnig að skoða viðhorf náms- og starfsráðgjafa til heildrænna náms- og starfsráðgjafaráætlana. Rannsakandi setti saman drög að heildrænni náms- og starfsráðgjafaráætlun byggð á formlegu líkani Gysbers og Henderson. Rannsakandi kynnti drögin fyrir náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum á Suðurnesjum í því skyni að fá fram viðhorf þeirra til draganna og athuga vilja og líkur á að þeir myndu og gætu starfað eftir slíkri áætlun. Rannsóknin er því tvískipt, fyrri hluti samanstendur af eigindlegum viðtölum við fimm starfandi náms- og starfsráðgjafa á Suðurnesjum og seinni hluti samanstendur af svörum níu starfandi náms- og starfsráðgjafa á Suðurnesjum í rafrænni spurningakönnun. Niðurstöður sýndu fram á að náms- og starfsráðgjafar þessarar rannsóknar starfi upp að vissu marki eftir náms- og starfsráðgjafaráætlun sem þeir sjálfir hafa búið til eða orðið sér út um. Áætlanirnar byggja helst á starfslýsingu félags náms- og starfsráðgjafa, starfslýsingu náms- og starfsráðgjafa í skólanum sjálfum, stefnu skólans og loks áhugasviði ráðgjafans. Viðhorf starfandi náms- og starfsráðgjafa til heildrænna náms- og starfsráðgjafaráætlana er jákvætt og þeir voru almennt reiðubúnir að starfa eftir slíkri áætlun í ljósi jákvæðra áhrifa sem hún gæti haft á starf þeirra. Rannsóknarniðurstöður þessar geta verið skref í áttina að því að hrinda af stað vinnu til formlegrar áætlunargerðar sem leiðir af sér skýrari og samræmdari vinnu fagstéttarinnar. Nýta má niðurstöðurnar til að koma á, efla, bæta og samræma náms- og starfsráðgjafaráætlanir í grunnskólum Íslands. Í ljósi þess að heildræn náms- og starfsráðgjafaráætlun er illfáanleg hér á landi gefa drög rannsakanda, sem birt eru í viðhengi ritgerðarinnar, náms- og starfsráðgjöfum á Íslandi færi á að kynna sér að minnsta kosti eina útgáfu af heildrænni náms- og starfsráðgjafaráætlun. Það verður vonandi til þess að fleiri fagaðilar tileinki sér hana eða einstaka þætti hennar í starfi þar til formleg hönnun og innleiðing slíkrar áætlunar verður að veruleika hér á landi.

Samþykkt: 
  • 2.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46729


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RBB_Náms- og starfsráðgjafaráætlanir í grunnskólum_2024.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf1.22 MBLokaðurYfirlýsingPDF