Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/4672
Þessi ritgerð er fræðilegur hluti meistaraverkefnis í blaða- og fréttamennsku við félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um íþróttafréttir og hvað er fjallað um þar og hvað ekki. Sagt er frá hlutverki og ábyrgð fjölmiðla og dagskrárvaldi þeirra. Fyrri rannsóknir um íþróttir í fjölmiðlum eru skoðaðar, bæði innlendar og erlendar. Einnig er litið á forvarnir og hlutverk íþrótta í samfélaginu. Fjölmennur hópur Íslendinga æfir mismunandi íþróttagreinar en einhverra hluta vegna njóta þær mismikillar hylli íþróttafréttamanna. Í rannsóknarhluta ritgerðarinnar er varpað ljósi á það hvað ræður því hvað ratar í íþróttafréttir og hvað ekki. Tekin voru viðtöl við alla skráða einstaklinga innan Samtaka íþróttafréttamanna og einnig sendar spurningar til 27 sérsambanda innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Markmiðið með rannsókninni var að varpa ljósi á það hvað ræður því hvað ratar í íþróttafréttir og hvað ekki og að opna á umræðu um mikilvægi þess að fjalla um allar íþróttagreinar í ljósi þess hvaða áhrif fjölmiðlar hafa. Niðurstöður leiddu í ljós að íþróttafréttamenn eru einsleitur hópur karla sem allir hafa stundað fótbolta. Flestir þeirra töldu sig hafa mesta þekkingu á boltaíþróttum og þar lá líka áhugasvið þeirra. Boltagreinarnar voru ríkjandi í svörum hjá íþróttafréttamönnunum á mörgum sviðum og má leiða líkur að því að það hafi áhrif á hvað fjallað er um í íþróttafréttum. En aðrir þættir hafa líka áhrif eins og þekking, framboð, auglýsingatekjur, áskriftargjöld, tímaleysi og eða plássleysi.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MA lokaloka26mars.pdf | 1.03 MB | Open | Heildartexti | View/Open |