is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46730

Titill: 
  • Grúfulega sjúklinga á gjörgæsludeild: Fræðilegt yfirlit og endurnýjun verklags
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Grúfulega getur bætt súrefnisupptöku í blóði hjá sjúklingum með alvarlega öndunarbilun í ífarandi öndunarvél á gjörgæsludeild og þannig stuðlað að bata þeirra. Helst skilar grúfulega árangri þegar henni er beitt í lengri tíma, snemma í veikindaferli sjúklinga. Grúfulega krefst ekki flókins tækjabúnaðar en nokkra fagaðila þarf til að snúa sjúklingi á grúfu, einkum til að tryggja öryggi hans. Hjúkrun sjúklinga í grúfulegu felst meðal annars í eftirliti með lífsmörkum, blóðgösum, ástandi húðar, og breytingu á legustellingum höfuðs og útlima. Tilgangur: Að athuga hvernig grúfulegu, snúning á/af grúfu og útkomu sjúklinga í ífarandi öndunarvél á gjörgæsludeild er lýst í rannsóknum birtum á árunum 2010-2024 og hvaða aðferð er æskileg við snúning á grúfu. Tilgangurinn er að gera drög að endurnýjuðu verklagi um grúfulegu sjúklinga í ífarandi öndunarvél fyrir gjörgæsludeildir Landspítala. Aðferð: Fræðilegt yfirlit megindlegra-, og fýsileikarannsókna, gert samkvæmt leiðbeiningum Joanna Briggs Institute. Rannsókna innan fyrir fram ákveðinna inntöku- og útilokunarskilyrða, var leitað í gagnagrunnum PubMed og CINAHL. Stuðst var við FINER viðmið við val á heimildum og PRISMA flæðirit notað til að lýsa heimildaleit. Niðurstöður voru dregnar saman í töflum og í texta.
    Niðurstöður: Sextán rannsóknir frá níu löndum með alls 4236 þátttakendum stóðust inntökuskilyrði. Tímalengd grúfulegu var frá sex til 72 klukkustundir, algengasta 16 klukkustundir. Útkomu sjúklinga í grúfulegu var helst lýst með dánartíðni, PaO2/FiO2 hlutfalli og myndun þrýstingssára. Snúningi sjúklinga í grúfulegu var oftar lýst en grúfulegunni sjálfri. Lýsingar rannsókna voru svipaðar, tveimur aðferðum við snúning og tveimur legustellingum á grúfu var lýst. Í rannsóknunum kom ekki fram hvaða aðferð er æskileg umfram aðra við að snúa sjúklingum í ífarandi öndunarvél á grúfu. Ályktun: Með því að draga saman niðurstöður 16 rannsóknanna fræðilega yfirlitsins urðu drög að verklagi gerleg. Drögin innihalda lýsingu á undirbúningi sjúklings fyrir snúning á/af grúfu, tækjum og hlutum sem þarf við snúning og hjúkrun og eftirliti sjúklinga í grúfulegu. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum um hvaða aðferð er æskileg umfram aðrar við að snúa sjúklingum í ífarandi öndunarvél á/af grúfu.
    Lykilorð: Grúfulega, snúningur á/af grúfu, gjörgæsludeildir, útkoma

Samþykkt: 
  • 2.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46730


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaverkefni grúfulega sjúklinga á gjörgæsludeild.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf77.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF