is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46736

Titill: 
  • Rétt fólk á rétta staði: Rannsókn á langtímaáhrifum IPS starfsendurhæfingu á líf fólks og starfsferilsþróun þeirra.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu og upplifun fólks af IPS- starfsendurhæfingu þar sem lögð var áhersla á það að skoða langtímaáhrif IPS á líf og starfsferilsþróun. Niðurstöður leiddu í ljós að þeim tókst flestum að ná góðum árangri á vinnumarkaðinum með aðstoð atvinnulífstengla og IPS úrræðinu. Mikill munur var hjá flestum á lífi þeirra fyrir IPS starfsendurhæfinguna og hvernig þau sjá það í dag. Viðmælendur höfðu allir nefnt andlega, líkamlega eða aðstæðubundna erfiðleika sem þau töldu að hafi haft mikil áhrif á atvinnuleitina þegar þau stóðu sjálfstætt að og án aðstoðar. Það var áberandi hjá flestum að atvinnulífstenglarnir hjálpuðu þeim að yfirstíga ýmsar hindranir til þess að komast í vinnu en þá nefndu flestir stuðninginn, hvatninguna og sjálfsstyrkinguna sem var mikilvæg fyrir þau. Áður höfðu þau verið þjökuð vonleysi, andlegum erfiðleikum og skort á sjálfsáliti. Þá var einnig mikilvægt fyrir suma að fá þennan stuðning í samskiptum við vinnuveitendur og í sambandi við undirbúning fyrir atvinnuviðtöl. Þátttaka í IPS starfs-endurhæfingunni hafði það í för með sér fyrir flesta að í dag hafa þau bættari lífsgæði, rútínu, betra sjálfsálit og aukið öryggi og skýrari framtíðarmarkmið í lífi og starfi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to gain insights into the experiences and perceptions of individuals who participated in IPS vocational rehabilitation, with a focus on exploring the long-term impacts of IPS on the lives and career development of the participants. The findings revealed that most respondents achieved notable success in the labor market with the support of employment coordinators and the IPS program. There was a significant difference, for most individuals in the ways the IPS rehabilitation affected their lives and their current situation. All respondents identified specific factors mental, physical, or circumstantial that they believed had significantly influenced their job searches when they were handling them independently prior to IPS. It was evident that for many, the employment coordinators played a crucial role in helping them overcome various barriers to employment. Most highlighted the support, motivation, and self-empowerment they received as crucial, especially as many discussed feelings of hopelessness, low self-esteem, and psychological difficulties. For some, this support was also vital in navigating interactions with employers and preparing for job interviews. Participation in the IPS vocational rehabilitation program led to improved quality of life, daily routines, self-esteem, security, and clearer future goals for most participants.

Samþykkt: 
  • 2.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46736


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel Ólöf Andrésdóttir - Meistaraverkefni 2024.pdf804.12 kBLokaður til...05.05.2034HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf349.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF