Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46738
Rannsóknarefni þessarar ritgerðar er aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar Gott að eldast. Aðgerðaáætluninni var hrint í framkvæmd til þess að mæta hraðri breytingu á aldurssamsetningu þjóðarinnar en eldra fólk er virkara, hraustara og lifir lengur en nokkru sinni fyrr. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvers konar aðferðir stjórnvöld eru að beita í aðgerðaáætluninni, hvað einkennir þær aðferðir og hvernig má skoða og meta hugsanleg áhrif þeirra. Til þess er stuðst við kenningaramma Lester M. Salamons um stjórntæki hins opinbera. Aðgerðaáætlunin Gott að eldast felur í sér að minnsta kosti þrjú stjórntæki hins opinbera. Þau eru opinberar upplýsingar, þjónustusamningar og styrkir. Til þess að meta hugsanleg áhrif stjórntækjanna voru viðtöl tekin við nokkra mismunandi hlutaðeigandi aðila, þ.e. starfsfólk Gott að eldast í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, fulltrúa frá þremur sveitarfélögum sem taka þátt sem þróunarverkefni í aðgerðaáætluninni og stjórnir félags eldri borgara í sömu sveitarfélögum.
Rannsóknin sýndi að hugsanleg áhrif þeirra stjórntækja sem stjórnvöld beita í aðgerðaáætluninni hafa alla burði til þess að vera markvirk og ná öllum settum stefnumarkmiðum og skilvirk að því leytinu að með beitingu stjórntækjanna geta stjórnvöld komið í veg fyrir kostnaðarmeiri þjónustuþætti í framtíðinni með því að fjárfesta í kostnaðarminni þjónustu núna. Stjórntækin geta einnig stuðlað að frekari jöfnuði með því að tryggja aðgengi og þátttöku allra. Lögmæti og pólitískur fýsileiki stjórntækjanna er hátt þar sem aðgerðaáætlunin í heild nýtur mikils stuðnings frá bæði stjórnmálafólki og almenningi. Stjórnunarmöguleikar stjórntækjanna eru flóknir í ljósi þess að verkefnið er flókið og krefst virkrar þátttöku margra ólíkra þátttakenda.
Aðgerðaáætlunin felur í sér breytingar sem munu taka tíma að verða að veruleika. Stjórnvöld hafa sett upplýsingar í fyrsta sæti, eflt verkefni með sömu stefnumarkmið og tryggt aðgengi að fagaðilum til þess að skapa skýra framtíðarsýn í málefnum eldra fólks.
This thesis focuses on the government‘s action plan „Good to Grow Older“ introduced in by the Icelandic parliament in May 2023. The action plan was launched in order to meet the rapidly changing age composition of the Icelandic population. Older people are now healthier, more active and they live longer than ever before. With this action plan, the government is taking an inventive approach to the subject of ageing. The aim of this study is to shed theoretical light on the measures introduced by the government in the new action plan, what charaterises those measures and how to examine and evaluate their potential effects. The study evaluates these measures by applying Lester M. Salamon‘s theoretical framework while analysing tools of government. The „Good to Grow Older“ action plan includes numerous tools of government of which three have been selected here in this study. These are public information, purchase-of-service contracts and grants. For this purpose the author conducted interviews with some of the Good to Grow Older members of staff, representatives from three municipalities participating in the action plan´s development projects as well as having meetings with the boards of the assosciation of senior citizens in the same municipalities.
Based on a theoretical examination, the study shows that the policy tools employed in the government´s action plan have the potential to be effective and achieve their intended policy goals. Furthermore, this approach to an ageing population can also be efficient to the extent that by investing in less costly services now might have the potential of reducing the need for more costly services in the future. The tools can also contribute to enhanced equity by ensuring universal access and participation. The legitimacy and political feasibility of the tools is high, as the action plans is both supported by politicans as well as the general public. The managebility of the tools is complex because it requires an active involvement from many different participants.
The action plan involves policy changes that will take some time to materialize. The government has prioritised public information while supporting projects serving the same policy objectives and guatanteed professional resources in order to create a clear vision for the future regarding the subject of ageing population.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
KMB MPA lokaskjal.pdf | 535,13 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf | 2,99 MB | Lokaður | Yfirlýsing |