is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46739

Titill: 
  • Áhrif krabbameinsmeðferða á frjósemi kvenna: Hver er árangur af frystingu eggfrumna og fósturvísa? Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku The effect of cancer treatment on women's fertility: What are the results of freezing oocytes and embryos? Literature review
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Krabbameinsmeðferð getur ógnað frjósemi kvenna sem eru á barneignaraldri. Algengast er að frysta fósturvísa eða eggfrumur til þess að varðveita frjósemi. Mikilvægt er að konur þekki þessa valkosti, fái upplýsingar um þá og líkurnar á barneignum eftir krabbameinsmeðferð.
    Tilgangur: Að skoða árangur af frystingu eggfrumna og/eða fósturvísa kvenna sem hafa greinst með krabbamein og farið í krabbameinsmeðferð og bera árangur þeirra saman við árangur kvenna sem ekki hafa gengist undir krabbameinsmeðferð. Aðferð: Kerfisbundin heimildaleit var gerð í gagnagrunnum PubMed, Scopus og ProQuest. Áhersla var á rannsóknir sem voru birtar á tímabilinu 2013-2024 og fjölluðu um árangur af frystingu eggfrumna og/eða fósturvísa hjá konum fyrir krabbameinsmeðferð. Við greiningu heimilda var notað PRISMA-flæðirit og framkvæmt gæðamat, niðurstöður rannsókna voru settar upp í töflur.
    Niðurstöður: Fjórtán rannsóknir frá 11 löndum uppfylltu inntökuskilyrði. Tólf þeirra voru aftursýnar og tvær framsýnar. Algengara var að konur frystu fósturvísa. Hlutfall kvenna sem nýttu fósturvísa eða eggfrumur að meðferð lokinni var á bilinu 6,5-50%. Hlutfallsleg þungunartíðni var á bilinu 4-67% og hlutfallsleg tíðni lifandi fæðinga á bilinu 4-50%. Í samanburði við konur sem ekki höfðu fengið krabbamein en fóru í glasafrjóvgun var ekki marktækur munur á fjölda heimtra eggfrumna, lifandi eggfrumna og/eða fósturvísa eftir frystingu, fjölda uppsetninga, þungunartíðni og lifandi fæðingum. Ályktun: Árangur af frystingu eggfrumna og fósturvísa virðist sambærilegur hjá konum sem hafa farið í krabbameinsmeðferð og hjá öðrum konum en lágt hlutfall nýtti sér úrræðið í kjölfar meðferðar. Þörf er á fleiri rannsóknum á því hvaða árangri varðveisla eggfrumna og fósturvísa fyrir krabbameinsmeðferð skilar. Þá er mikilvægt að útbúa íslenska verkferla fyrir hjúkrunarfræðinga til að vinna eftir, til að auka samfellu í þjónustu og styðja við konur í gegnum varðveitingar- og frjósemisferlið.
    Lykilorð: Krabbamein, konur, frjósemi, ófrjósemi, frysting eggfrumna, frysting fósturvísa, varðveisla

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Cancer treatment can jeopardize fertility of women of childbearing age. The primary methods for preserving fertility include freezing and preserving oocytes and embryos. It’s crucial important that women are well-informed about the available options, receive detailed information about how these methods may affect their changes of successfully conceiving and delivering a healthy baby after cancer treatment. Purpose: To asess the outcomes of two methods, oocyte and/or embryo freezing for women who have been diagnosed with cancer who have undergone cancer treatment compared to women that have not undergone treatment. Also examine the outcomes compared to women that have not undergone treatment. Method: A literature review was conducted through a methodical search in three databases: PubMed, Scopus and ProQuest. Emphasis was given to studies that were published from the years 2013-2024 and analyzed the results of freezing oocytes and/or embryos in women prior to cancer treatment. The analyzes of sources was facilitated by employing a PRIMSA flow chart, conducted a quality assessment and the study results were presented in tables.
    Results: A total of 14 studies from 11 countries met the inclusion criteria. Among these were twelve retrospective studies and two prospective studies, five were comparative studies. The majority of the women opted for embryo freezing. Among the women who preserved oocytes or embryos, 6,5-50% underwent IVF and implantation of frozen embryos. Pregnancy rates ranged from 4-67%, while live birth rates varied between 4-50%. There was no significant difference observed in pregnancy and live birth rates between women who underwent cancer treatment and other women who underwent IVF. Results of the studies comparing a cancer group to a group of other women showed no significant differences in the number of oocytes retrieved, the viability of preserved oocytes and/or embryos after cryopreservation, implantation rates, pregnancy rates, or live birth rates. Conclusion: The outcomes of freezing oocytes and embryos are similar between women who have undergone cancer treatment and in those who haven’t but a low percentage women utilized these resources following treatment. Further research is needed on the effects of preservation before cancer treatment. Currently, there is a lack of clinical guidelines and clear procedures for nurses to follow, which could enhance continuity of service and support women through the preservation and fertility process.
    Keywords: Cancer, women, fertility, infertility, oocyte freezing, embryo freezing, preservation

Samþykkt: 
  • 2.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46739


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaverkefni.pdf698,52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf301,88 kBLokaðurYfirlýsingPDF