is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46740

Titill: 
  • Ber mér að koma vel fram við grjót? Siðferðilegt sjónarmið á efnisheiminum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Efni er gjarnan álitið lífvana hlutur sem tekur pláss og lítið meira. Það hefur því gjarnan verið undanskilið allri umræðu um siðferði og ábyrgð. Fólk getur jú illa ímyndað sér hvernig það á að koma vel fram við eitthvað jafn hreyfingarlaust og t.d. grjót. Í þessari ritgerð kanna ég forvitnilega samleitni skammtaeðlisfræðinnar, heimspeki Karen Barad og svo frumbyggjaþekkingu. Allar þessar fræðigreinar bjóða upp á nýtt sjónarhorn á siðferðileg tengsl okkar við efnisheiminn. Skammtaeðlisfræðin, og þá einkum eins og Niels Bohr stundaði hana, kynnir flókinn og þversagnakenndan heim þar sem hlutleysi virðist ómögulegt að mestu leyti þar sem athugun sem gerð er á rafeindum virðist hafa áhrif á eðli og veru þeirra. Gerhæfnishluthyggja Karen Barad tekur mið af þessum niðurstöðum skammtaeðlisfræðinnar og leggur til heimsmynd sem er byggð á ákveðnri tengslaverufræði þar sem veruleikinn er í sífellri mótun út frá samskiptum fyrirbæra. Frumbyggjaættbálkar hafa margir hverjir haft slíka heimsmynd að leiðarljósi í sinni menningu. Þeir hafa myndað siðferðislegan ramma sem nær utan um allar verur hvernig sem þær eru og veitir rammi þessi dýrmæta innsýn í líf þar sem maðurinn lifir í sátt og samlyndi með umhverfi sínu. Með því að flétta saman þessi sjónarmið miðar þessi ritgerð við að sýna fram á hvernig skilningur á efnisveruleikanum getur verið mótandi í siðferðislegum gildum okkar meiri segja gagnvart grjóti.

Samþykkt: 
  • 2.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46740


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing_MagneaRutGunnarsd..pdf235.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MRG_BAritgerd_LOKAUTKOMA.pdf378.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna