is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46747

Titill: 
  • Innlimaðar eða aflimaðar: Um birtingarmyndir kvenpersóna í Niflungakviðu út frá sögusviði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Niflungakviða (Das Nibelungenlied) er eitt þekktasta verk þýskra miðaldabókmennta en talið er að hún hafi verið rituð í byrjun 13. aldar. Það sem veitir Niflungakviðu sérstöðu meðal miðaldaverka er að kvenpersónur eru í hafðar forgrunni verksins. Drottningarnar Kriemhild og Brünhild ramma inn frásögnina, stýra sögufléttunni og hvörfum kviðunnar sjálfrar. Í verkinu eru málaðar upp tvenns konar myndir af kvenleika; annars vegar birtast kvenpersónur í hlutverki fyrirmyndar aðalskonu og hins vegar ókristilegs kvendjöfuls. Þær eru í senn bæði hliðstæður og andstæður í verkinu, sem má gróflega skipta upp í tvo hluta. Í fyrri hluta kviðunnar er Kriemhild í hlutverki aðalskonunnar og staðsett innan kristilega hirðsamfélagsins í Worms á meðan Brünhild er ógnvekjandi kvendjöfull, sjálfstæð og valdamikil drottning sem ríkir yfir hinu yfirskilvitlega og heiðna Íslandi. Í síðari hluta kviðunnar hefur Brünhild verið blekkt og látin beygja sig undir feðraveldið og hegðunarreglur hefðarinnar. Hún gerist þar með undirgefin og þögul eiginkona á meðan Kriemhild stígur inn í hlutverk ofbeldisfullrar drottningar langt fjarri hirðsamfélaginu.
    Í þessari ritgerð verður skoðað hvernig kvenpersónurnar tvær bæði brjóta í bága við, og beygja sig undir, hefðbundin kynhlutverk og hvernig þetta veltur á nálægð þeirra við hirðsamfélagið í Worms hverju sinni. Því nær sem þær eru, því tilfinningaþrungnari og kvenlegri er tjáning þeirra. Í samanburði virðist fjarlægðin við hirðsamfélagið stuðla að tilfinningalegri fjarlægð kvenpersónanna, þær verða ókvenlegar og karllægar. Skoðað verður hvernig Brünhild og Kriemhild spegla hvora aðra í þessu tilliti og hvernig sögubogar þeirra kallast á.

  • Útdráttur er á ensku

    The Nibelungenlied is one of the most well known works of medieval German literature, believed to have been written in the early 13th century. What makes the poem unique among medieval works is that it is centered almost entirely around female characters. The queens Kriemhild and Brünhild frame the narrative, direct the plot and are the driving force behind the development of the storyline. The text portrays two types of femininity; female characters either appear in the role of an exemplary noblewoman, or they are depicted as a heathen she-devil. The queens are simultaneously parallels and opposites as they contrast each other throughout the poem which can be divided into approximately two parts. In the first part of the poem, Kriemhild plays the role of the noblewoman and is situated within the Christian courtly society of Worms, while Brünhild is a fearsome she-devil, an independent and powerful queen who rules over the mystical and pagan Iceland. In the latter part of the poem, Brünhild has been deceived and made to submit to patriarchal definitions of appropriate female behaviour and thereby becomes a submissive silent wife at the court in Worms, while Kriemhild steps into the role of a violent queen far removed from courtly society.
    The purpose of this essay is to examine how these two female characters both violate and conform to traditional gender roles and how their behaviour correlates to their proximity to the courtly society in Worms at any given time. The closer they are, the more emotional and feminine their expression becomes. Meanwhile, the distance from the courtly society contributes to the emotional distance of the female characters in the text, and they become unfeminine and androcentric. It will be examined how Brünhild and Kriemhild mirror each other in this respect and how their story arcs overlap and intertwine.

Samþykkt: 
  • 3.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46747


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.pdf533,81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf296,65 kBLokaðurYfirlýsingPDF