Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46748
Í þessari ritgerð verða skoðuð tvö leikrit eftir skáldið Federico Garcia Lorca, Blóðbrúðkaup og Yerma. Þau fjalla bæði um undirokun feðraveldisins og hvernig kúgun kvenna og valdaleysi getur leitt til harmleiks og jafnvel dauða. Þetta eru konur sem hafa kyn síns vegna neyðst til að gera annað en þær hefðu sjálfar kosið í lífi sínu, þrúgaðar af eigin tilfinningum, óuppfylltum löngunum og þrám. Lorca hafði samúð með konum og meðferðinni sem þær þurftu að þola innan spænsks samfélags og því skrifaði hann mikið um þær í verkum sínum. Heiðursreglur voru undirstaða lífs spænsks sveitafólks á þessum tíma, í menningu þeirra er heiður margþættur og reglur afmarkaðar bæði skrifaðar og óskrifaðar. Farið verður yfir birtingamyndir kúgunar og valds í leikritunum og sjónum beint að heiðursreglum samfélagsins. Samhliða því verður skoðað hvaða áhrif feðraveldið og þessar heiðursreglur hafa á kvenhetjur leikritanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing BA.pdf | 377,49 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BA_ritgerd_ElenaPetursdottir.pdf | 334,11 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |