is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46750

Titill: 
  • Sjúkdómsvæðing geðrænna vandamála. Söguleg þróun sjúkdómsvæðingar og þróun skilgreiningar AD/HD, kvíða og þunglyndis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar heimildaritgerðar er að skoða þróun sjúkdómsvæðingar og skilgreiningar geðrænna vandamála út frá kenningarlegu sjónarhorni félagsfræðinnar. Unnið var með þrjú kenningarleg sjónarhorn til þess að varpa ljósi á þau félagslegu öfl sem gætu skýrt þróunina eins og sjónarhorn Berger og Luckman um félagslega uppbyggingu veruleikans, kenningu Peter Conrad um sjúkdómsvæðingu frávikshegðunar og kenninguna um sjúklingshlutverkið sem Talcott Parsons setti fram. Farið var yfir sögulega þróun sjúkdómsvæðingar til þess að varpa ljósi á hvers vegna við bregðumst við og meðhöndlum geðræn vandamál eins og tíðkast í dag. Því næst var farið yfir þróun skilgreiningar AD/HD, kvíða og þunglyndis samkvæmt DSM greiningarhandbókinni til þess að varpa enn frekara ljósi á skilning okkar og merkingu þessa fyrirbæra síðastliðin 70 ár. Niðurstaðan var að kenningarlegu sjónarhorn félagsfræðinnar hafa haft áhrif á þróun sjúkdómsvæðingar og skilgreiningar á geðrænum vandamálum. Sérstaklega má greina tengingu milli félagssköpunarhyggju Bergers og Luckman og þróunar á skilgreiningum á AD/HD, kvíða og þunglyndi, áhrif kenningar Conrad um sjúkdómsvæðingu frávikshegðunar á sögulega þróun sjúkdómsvæðingar og áhrif sjúklingshlutverks kenningar Parsons á upplifun einstaklinga með geðrænan vanda, þá sér í lagi viðhorf þeirra til merkingar sem fylgir sjúkdómsvæðingunni út frá upplifun þeirra af fordómum, stimplun og skertum tækifærum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46750


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Stefnir Stefánsson.pdf409,64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf5,46 MBLokaðurYfirlýsingPDF