Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46752
Í þessari ritgerð verða birtingarmyndir reiði og hefnd kvenna í kvikmyndunum Gone Girl og Promising Young woman skoðaðar í þeim tilgangi að upplýsa þróun kvenhefndarpersónunnar sökum #MeToo byltingarinnar og almennri samfélagslegri umræðu. Gerð verður grein fyrir nauðgunarhefndarmyndinni og einkennum hryllings- og spennumyndarinnar þegar það kemur að kvenkyns persónum hennar með hliðsjón af kenningum Laura Mulvey, Carol J. Clover, Jude Doyle og annarra fræðimanna. Þá verður rýnt í uppruna nýju „Gott fyrir hana“ kvikmyndagreinarinnar á samfélagsmiðlum til þess að meta hvort hægt sé að túlka meðferð aðalpersónu hennar sem jákvæða þróun í kvenkyns persónugerð og innrömmun á stóra skjá Hollywood
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Saga Ísold Eysteinsdóttir_BA ritgerð.pdf | 909.88 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing vegna BA_Saga Ísold.jpeg | 3.94 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |