Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4676
Í þessari umfjöllun er fjallað um neikvætt félagafrelsi með sérstakri áherslu á 2. mgr. 8. gr. l. nr. 108/1999 um skráð trúfélög sem kveður á um að barn skuli við fæðingu tilheyra sama trúfélagi og móðir þess.
Í upphafi verður fjallað almennt um félagafrelsi skv. 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (stjskr.) og sérstaklega vikið að réttinum til að standa utan félaga, neikvæðu félagafrelsi, skv. 2. mgr. 74. gr. stjskr. Því næst verður litið til stefnumarkandi dóma Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) um neikvætt félagafrelsi á grundvelli 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) ásamt því að líta til íslenskrar réttarframkvæmdar, einkum til skýringar á breytingunum sem urðu með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995.
Í framhaldinu er fengist við það álitaefni hvort mögulegt sé að fjalla um réttinn til að standa utan trúfélaga með því að líta til réttarframkvæmdar á grundvelli neikvæðs félagafrelsis í skilningi 2. mgr. 74. gr. stjskr. eins og ákvæðið er skýrt með tilliti til þjóðréttarlegra skuldbindinga og er þar einkum litið til forsögu ákvæðanna í dönskum rétti. Að fenginni niðurstöðu er leitað svara við þeirri spurningu hvort að fyrirkomulag 2. mgr. 8. gr. l. nr. 108/1999 gangi gegn 2. mgr. 74. gr. stjskr., sbr. 11. gr. MSE og er í því skyni litið til nálgunar MDE þegar dómstóllinn kemst að niðurstöðu um hvort um sé að ræða á þvingun til félagsaðildar og einnig hvaða svigrúm ríki hafa til mats og að lokum hvort að hægt sé að líta þannig á að ekki sé um skylduaðild að ræða ef möguleiki er á úrsögn úr félagi. Þar sem skráning barns í trúfélag fer eingöngu eftir félagsaðild móður er að endingu litið til sjónarmiða um jafnan rétt forsjármanna, séu þeir tveir, til að taka ákvörðun um trúfélagsaðild barns.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritg_skemman.pdf | 282.31 kB | Lokaður | Heildartexti |