is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46763

Titill: 
  • ,,Ekki vera svona mikil amma‘‘: Upplifun einstaklinga á félagslífinu eftir að hafa hætt að neyta áfengis
  • Titill er á ensku ,,Don’t be such a grandma’’: Individuals’ experience of social life after stopping alcohol consumption
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ákvörðun einstaklings að hætta að neyta áfengis getur haft áhrif á félagslíf hans, þar sem áfengi er stór hluti af félagslegum athöfnum í samfélaginu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða upplifun einstaklinga á félagslífinu eftir að hafa hætt að neyta áfengis. Tekin voru viðtöl við fimm einstaklinga á aldrinum 25 til 28 ára sem hafa hætt neyslu áfengis og voru viðtölin síðan þemagreind.
    Niðurstöður úr þemagreiningu leiddu í ljós þrjú yfirþemu. Fyrsta þemað er félagslegur þrýstingur þar sem einstaklingar upplifa þrýsting frá vinum og jafningjum til að breyta ákvörðun sinni að hætta að neyta áfengis. Annað þemað er breyting í félagslífi þar sem einstaklingar töluðu um að dregið hafi úr félagslífi þeirra eftir að ákvörðun um að hætta neyta áfengis var tekin hvort sem það var af þeirra frumkvæði eða einstaklingurinn var útskúfaður af hópnum. Þriðja þemað var réttlæting ákvörðunar þar sem einstaklingar upplifðu sig þurfa að réttlæta eða afsaka ákvörðun sína að hætta neyta áfengis. En þar var einnig hægt að sjá mun á milli kynjanna þar sem konur upplifðu þörf á að afsaka ákvörðun sína á meðan karlar upplifðu ekki þá þörf.

Samþykkt: 
  • 3.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla Dögg Birgisdóttir lokaritgerð.pdf434.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlýsing.pdf2.42 MBLokaðurYfirlýsingPDF