Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46768
Í þessari ritgerð er fjallað um formgerð og sjálfsagnareinkenni í The Kingkiller Chronicle eftir Patrick Rothfuss. Verk Rothfuss er ókláraður fantasíuþríleikur sem skiptist í bækurnar The Name of the Wind (2007) og The Wise Man‘s Fear (2011). Verkið fjallar um goðsagnapersónuna Kvothe sem segir lesendum söguna af sjálfum sér. Þannig er sagan „saga inn í sögu“ þar sem söguhöfundurinn leikur sér með frásögnina og að lesandanum. Í ritgerðinni er stuðst við skilgreiningar Patriciu Waugh á sjálfsögunni (e. metafiction) og einkenni hugtaksins greind innan verksins. Rýnt er í formgerð þess og þannig beint sjónum að því hvaða frásagnaraðferðir söguhöfundur notar, til hvers og hvaða áhrif það hefur á lesendur. Einnig er fjallað um bókmenntahugtakið frásagnarspegill (fr. mise en abyme) út frá skrifum Lucien Dällenbach og umfjöllun Jóns Karls Helgasonar um það. Hugtakið er tengt sjálfsögunni og hér er kannað hvernig það birtist í verki Rothfuss.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð -Eva .pdf | 469,61 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
IMG_6675.jpeg | 3,82 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |