Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46770
Í þessari ritgerð verður fjallað um aðlögun á Harry Potter bókunum og Galdraheiminum almennt í tölvuleiknum Hogwarts Legacy sem var gefinn út örla árs 2023. Fyrst verður Galdraheimur Harry Potter bókanna kannaður til hlítar þar með talið stund og staður, galdrakerfi, landafræði og sögulegt samhengi heimsins. Næst verða áskoranir aðlögunarinnar kannaðar, þ.e. hvernig heimur eins og þessi getur verið útfærður á gagnvirkan miðil eins og tölvuleik og hvers konar áskoranir fylgja því samhengi sérstaklega. Þar næst verður fjallað um leikjavirkni og uppsetningu leiksins, eins og hvernig leikurinn heldur leikmanninum uppteknum við leikinn og hvers konar kerfi eru innbyggð í hann til að láta það ganga upp. Þar á eftir verður aðlögun persónanna sem eru til staðar í leiknum sem og í bókunum könnuð. Einnig verður hljóðræn og myndræn hönnun leikjarins, frásögn leikjarins og að lokum almennar viðtökur teknar til skoðunar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Lokaverkefni - Hogwarts Legacy.pdf | 764,57 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Skemman.jpeg | 333,66 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |