Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46772
Íslensk „hundamenning“ á sér áhugaverða sögu, en í ár eru hundrað ár síðan hundabann var sett á í Reykjavík og stóð það yfir í sextíu ár. Í þessari ritgerð verður hérlend hundamenning skoðuð út frá sambandi mannfólks og ómannlegra dýra en jafnframt út frá þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað innan mannlegs samfélags frá því að borgarastéttirnar fóru að vera meira áberandi. Verkefnið er þrískipt og mun fyrst kaflinn fjalla um stöðu mannfólks gagnvart náttúrunni og öðrum dýrategundum, með pósthúmanisma til hliðsjónar, þá sérstöðu sem heimspekingar hafa sagt mannfólk búa að innan náttúrunnar og svo það sérstaka samband sem gælu- og selskapsdýr hafa við mannfólk. Annar kaflinn fjallar svo um stöðu ómannlegra dýra innan borgarmenningar. Þar verður borgarmenningu lýst í almennu ljósi, fyrst og fremst í evrópsku samhengi og næst fjallað um hina stuttu sögu íslenskrar borgarmenningar. Hlutverk gælu- og selskapsdýra innan borgarmenningar er næsta viðfangsefni og þar kemur inn snögg saga hundahalds almennt. Sístækkandi menningarkimi, Internetmenning, verður að lokum tekin fyrir, en þar hafa gælu- og selskapsdýr skipað sér stóran sess. Síðasti kaflinn fjallar svo um íslenska hundamenningu og fyrsta viðfangsefni í þeim kafla er hundaskatturinn frá 1859 og hundabannið frá 1924. Sá kafli einkennist af orðræðugreiningu við upphaf hundabannsins, við lok hundabannsins og svo í nútímanum. Orðræðugreining sem unnin er úr efni frá árinu 1924 er að mestu unnin út frá dagblöðum og tímaritum, en einnig er horft til samtímaumræðu með áherslu á samfélagsmiðla og Internetið. Viðfangsefnið er breytt og því afmarkast rannsóknin við valda þætti innan íslenskrar hundamenningar.
---
Icelandic „Dog Culture“ has an interesting history, colored by the six-decade long dog ban in Reykjavík from 1924 - 1984. In this thesis, Icelandic dog culture will be researched from the viewpoint of human – non-human relations, and with consideration to the vast societal changes within human communities since the bourgeoisie came to be.
This research is divided in to three parts; the first chapter discusses the status of humans in nature and towards other animals, with posthumanism as a main concept, the special role humans play in nature according to philosophers and the unique relationship that human have with pets and companion animals. The second chapter investigates non-human animals within urban culture. There, urban culture will be discussed in a general light, with the context of European communities, and then the focus will be put on urban culture in an Icelandic setting. The role of pets and companion animals within urban settings is the next subject, following a brief overview of the history of dogs. The Internet has become a growing cultural aspect through the years, and pets have taken on an important role there. The last chapter is about Icelandic dog culture and the first topic is the dog tax from 1859 and the dog ban from 1924. That chapter features discourse analysis from the start of the dog ban, the end of the dog ban and in present day. The discourse from the 20th century is taken from news and magazine articles, but the 21st century discourse will mostly be taken from discussions on the Internet and social media. The subject is broad and therefore the thesis focuses on selected aspects within Icelandic dog culture.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MA ritgerð - Ingibjörg Sædís.pdf | 1,46 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Skemman_undirritað.pdf | 908,19 kB | Locked | Declaration of Access |