is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46781

Titill: 
  • "Þetta er allt orðið svo breytt og tæknivætt": Upplifun eldri borgara á tæknivæddu samfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tækninýjungar samtímans hafa valdið miklum breytingum á samfélögum og lífi fólks. Aukin notkun upplýsingatækni við ýmsa ferla samfélagsins skapar áskoranir fyrir ákveðna hópa og stuðlar að myndun stafrænnar gjáar. Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða áhrif tækninýjunga samfélagsins á eldra fólk. Eldra fólk er stór hluti þeirra einstaklinga sem upplifa sig skorta þekkingu á tækninýjunga en bæði félagslegir og líkamlegir þættir kunna að standa í vegi fyrir upptöku þeirra á tækni. Reynt verður að leita svara við því hver upplifun þeirra er á hinu nýtilkomnu tæknivæddu samfélagi. Notast var við eigindlega aðferðarfræði en tekin voru tvö hálfstöðluð hópviðtöl við fimm einstaklinga sem öll hafa náð sjötíu og fimm ára aldri. Niðurstöður sýndu fram á að tækninýjungar birtast öldruðum á ólíka vegu. Hvati þeirra til að tileinka sér tæknina er misjafn sem og að viljastyrkur þeirra til að læra á tækni er á ólíku stigi. Einnig kom í ljós að eldra fólk upplifir hræðslu er litið er til framtíðar og voru áhyggjur af versnandi siðferði komandi kynslóða áberandi. Eins voru viðmælendur allir með áhyggjur af íslenska tungumálinu og finnst þeim synd að sjá það á undanhaldi.

Samþykkt: 
  • 3.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46781


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þetta er allt orðið svo breytt og tæknivætt copy.pdf478.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf583.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF