is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46790

Titill: 
  • Jón eða undirgefnin: Une traduction de Jacques ou la soumission d‘Eugène Ionesco
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leikritið Jacques ou la soumission eftir Eugène Ionesco þýtt yfir á íslensku og hefur hlotið titilinn Jón eða undirgefnin. Leikritið var skrifað árið 1950 en fyrst sviðsett fimm árum síðar í Théâtre de la Huchette í París í leiksstjórn Robert Potec. Það er skoptsæling á fjölskyldudrama og fjallar um þrjóska soninn Jacques sem neitar að hlýða fjölskyldu sinni. Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um uppruna absúrdisma og helstu einkenni absúrdleikhússins eða leikhúss fáránleikans, sem varð vinsælt í París upp úr 1950. Auk Eugène Ionesco voru þekktustu leikskáld absúrdismans þeir Samuel Beckett, Arthur Adamov og Jean Genet. Leikrit þeirra snerust oftast um ómöguleika sam- eða tjáskipta og skorti gjarnan eiginlegan söguþráð og áþreifanlega persónusköpun þar sem upplausn tungumálsins leiddi af sér einhvers konar tómleika og tilgangsleysi. Því næst er fjallað um leikritið Jacques ou la soumission og helstu einkenni þess. Að lokum er gert grein fyrir þeirri áskorun sem felst í að þýða verk af þessari gerð og því hvernig leyst var m.a. úr flóknum orðaleikjum og nýyrðasmíð. Síðari hluti ritgerðarinnar inniheldur þýðinguna sjálfa.

Samþykkt: 
  • 3.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46790


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jón eða undirgefnin- BA-verkefni.pdf738,38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf792,52 kBLokaðurYfirlýsingPDF