is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46799

Titill: 
  • „Farsælt samfélag, það er tónninn sem við viljum vinna út frá“ Úttekt á móttöku flóttafólks í einu sveitarfélagi á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Rannsóknin skoðar móttöku flóttafólks í einu sveitarfélagi á Íslandi. Fyrri rannsóknir sýna að móttaka flóttafólks er margþætt ferli og margt sem huga þarf að til þess að vel takist til. Skapa þarf umhverfi sem stuðlar að öryggi og stöðugleika þar sem flóttafólki er veittur stuðningur til að efla andlega og líkamlega heilsu og skapa forsendur fyrir virkni í nýju samfélagi. Stefnumótun og verkferlar, samskipti og samvinna stofnanna innan móttökusamfélagsins eru lykilþættir til að unnt sé að ná farsælli niðurstöðu.
    Markmið rannsóknarinnar er að gera úttekt til að skyggnast inn í stöðu eins sveitarfélags á Íslandi varðandi móttöku flóttafólks. Móttaka flóttafólks hefur aukist hjá íslenskum sveitarfélögum og því er mikilvægt að skoða hvernig móttökunni er háttað. Í þessari rannsókn er reynt að fá skýra mynd af reynslu, þróun og stefnumótun þessa málaflokks í einu sveitarfélagi á Íslandi. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og voru tekin fjögur viðtöl við starfsmenn í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum innan sveitarfélagsins. Viðtölin veittu innsýn í reynslu þeirra af móttöku flóttafólks innan sveitarfélagsins. Stuðst var við fræðilega umfjöllun og kenningar um móttöku flóttafólks.
    Niðurstöður sýna að með móttöku aukins fjölda flóttafólks hefur myndast þörf á því að móta alhliða stefnumótun og móttökuáætlun svo að móttaka sé markviss og skilvirk fyrir alla sem eiga í hlut. Hlutverk móttökusamfélagsins er margþætt og mikilvægt er að allar stofnanir sveitarfélagsins vinni saman. Ákall hefur verið eftir skýrari verkferlum og áætlunum og að bæta þurfi margt. Sveitarfélagið vinnur nú að heildarstefnumótun sveitarfélagsins og er móttaka flóttafólks og fjölmenning stór þáttur í því og sérstaklega er unnið að farsælu samfélagi fyrir alla þegna þess. Niðurstöður sýna að mikilvægustu þættirnir í góðri móttöku eru að tónninn og stefnumótunin sem sveitarfélagið setur sér og vinnur samkvæmt séu skýr og ekki má gleyma að starfsmenn og íbúar sveitarfélagsins séu mikilvægir hlekkir til þess að móttakan sé farsæl.

Samþykkt: 
  • 3.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46799


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.Stefanía..pdf570.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing-5.pdf477.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF