is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46809

Titill: 
  • Hefur aukin líkamsþyngd barnshafandi kvenna áhrif á útkomu fæðingar? Afturvirk ferilrannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Offita er mikil lýðheilsuáskorun um allan heim, sérstaklega hjá konum á barneignaraldri og benda rannsóknir til þess að með aukinni líkamsþyngd aukist líkur á neikvæðari útkomu úr fæðingu fyrir móður og barn. Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort aukin líkamsþyngd barnshafandi kvenna í upphafi meðgöngu hafi áhrif á útkomu fæðingar. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga sem geta stutt við þróun þjónustu við konur í ofþyngd eða með offitu og börn þeirra. Aðferðir: Um afturvirka ferilrannsókn er að ræða á öllu þýði kvenna sem fæddu einbura á Landspítala frá 1. janúar 2022 - 31. desember 2022 við meðgöngulengd ≥ 22 vikur (n = 3051). Helstu útkomubreytur voru fæðingainngrip og fylgikvillar móður en útkomubreytur barns voru einnig skoðaðar. Konur í kjörþyngd (LÞS 18,5-24,99) voru annars vegar bornar saman við konur í ofþyngd (LÞS 25-29,99) og hins vegar konur með offitu (LÞS ≥30). Notuð var lýsandi tölfræði til að lýsa bakgrunnsbreytum og útkomubreytum. Tíðni og meðaltöl bakgrunnsbreyta og útkomubreyta voru borin saman með kí-kvaðratprófum og t-prófum.
    Niðurstöður: Marktækt fleiri konur í ofþyngd og með offitu fóru í framköllun fæðingar og bráðakeisaraskurð og þeim blæddi meira eftir fæðingu (≥ 500 ml, ≥ 1000 ml) borið saman við konur í kjörþyngd. Börn þeirra voru þyngri og með meira höfuðummál, voru oftar þungburar (≥ 4500 gr) og fengu oftar Apgar stig ˂ 7 við 1 mínútu, en ekki var marktækur munur á Apgar stigum ˂ 7 við 5 mínútur milli þessara hópa. Miðað við konur í kjörþyngd þá fæddu marktækt færri konur í ofþyngd og með offitu með sogklukku og sjaldnar var gerð hjá þeim spangarklipping. Konur með offitu fóru marktækt oftar í valkeisaraskurð miðað við konur í kjörþyngd en ekki var marktæk aukning á valkeisaraskurðum hjá konum í ofþyngd. Ekki var marktækur munur á alvarlegum spangarrifum, axlarklemmu né innlögn barna á nýburagjörgæslu, milli kvenna í kjörþyngd og kvenna í ofþyngd eða með offitu.
    Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að aukin líkamsþyngd móður geti haft neikvæð áhrif á útkomu fæðingar og áhrifa þess gætir bæði hjá konum í ofþyngd sem og með offitu. Þörf er á frekari þróun þjónustu við þennan hóp kvenna til að koma betur til móts við þarfir þeirra.
    Lykilorð: Ofþyngd, offita, útkoma fæðingar, fæðingarinngrip, fylgikvillar, áhætta

Samþykkt: 
  • 6.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46809


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð júní 2024.pdf1,49 MBLokaður til...29.04.2026HeildartextiPDF
Lokaverkefni_yfirlýsing.pdf673,96 kBLokaðurYfirlýsingPDF