Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46812
Í þessari rannsókn voru tekin viðtöl við sex mannauðsstjóra í stórum fyrirtækjum, með því markmiði að kanna hvaða úrræðum og forvörnum stór fyrirtæki væru að beita til að sporna fyrir kulnun. Rannsóknarspurningin var: Hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir eru stór fyrirtæki á Íslandi að beita til að koma í veg fyrir kulnun starfsmanna?
Niðurstöður leiddu í ljós að lykilatriði í fyrirbyggjandi aðgerðum hjá viðmælendum fólst í að tryggja að góðir stjórnunarhættir væru innan fyrirtækisins. Með því að búa til jákvætt andrúmsloft sem einkenndist af sterkri liðsheild og góðum samskiptum væri hægt að draga úr líkum á kulnun. Auk þess nýttu viðmælendur eftirlitskerfi til að fylgjast með líðan starfsmanna, buðu upp á sálfræðiþjónustu og heilsufarsskoðanir, þannig hægt væri að grípa einstaklinga áður en það væri of seint. Að þessi atriði væru lykillinn að því að stuðla að jákvæðu og uppbyggjandi starfsumhverfi sem spornaði fyrir kulnun.
Hagnýting rannsóknar er að niðurstöðurnar gætu aðstoðað fyrirtæki að sjá hvaða stjórnunarhætti stjórnendur geta tileinkað sér til að skapa starfsumhverfi sem að dregur úr líkum á kulnun. Ásamt því að nýta rannsóknina sem leiðarvísi um mögulegar þjónustur sem í boði eru, bæði til þess að styðja við starfskrafta sína og skapa umgjörð sem stuðlar að heilsu og vellíðan.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð_Anna Kristin Olafsdottir_lokaskil.pdf | 951.43 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
20240503_195758.jpg | 967.81 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |