Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46814
Ritgerð þessi varpar ljósi á öryggisvistun í Reykjavík og þá lagasetningu sem skortir á bak við starfsemina. Sjónum er beint að kenningum úr bók John Kingdon, Agendas, Alternatives and Public Policies sem fjallar um hvernig mál komast á dagskrá. Við greiningu stjórntækjanna er stuðst við greiningarramma Lester M. Salamon sem hann lagði fram í bók sinni The Tools of Government: A Guide to the New Governance. Rannsóknarspurningar voru eftirfarandi: hvers vegna hafa engin lög um öryggisvistun verið sett á Íslandi? með hvaða hætti hefur framkvæmd öryggisvistunar verið undanfarna áratugi? Og er ástæða til að breyta fyrirkomulagi hennar með nýrri lagasetningu og stefnumótun. Viðtöl voru tekin við níu einstaklinga sem hafa reynslu og/eða þekkingu af málaflokknum, með þeim tilgangi að fá fram sjónarhorn og reynslu ólíkra fagaðila sem í gegnum störf sín hafa unnið á vettvangi öryggisvistunar eða tengdum vettvangi. Stuðst var við spurningalista með átta spurningum.
Niðurstöður sýndu fram á að ástæðan fyrir því að ekki væri komin löggjöf er margþætt. Má þá helst nefna hversu óvinsæll málaflokkurinn er, kostnaðarsamur, flókinn, og margir aðilar sem koma að honum með mismunandi skoðanir og áherslur. Niðurstöður sýndu jafnframt að það væri ákjósanlegast að öryggisvistun væri rekin af ríkinu, þar sem um væri að ræða ákveðna frelsisskerðingu hjá fólki. Hins vegar komu fram ákveðnir kostir við það að gera þjónustusamning við einkaaðila eða sveitarfélög, og kæmi sá möguleiki vel til greina, en nauðsynlegt að eftirlit væri virkt og sterkt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Öryggisvistun. Framkvæmd, stefna og lög.pdf | 1,19 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.jpg | 2,61 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |