is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46815

Titill: 
  • Gagnrýnin söguleg orðræðugreining kynferðisbrota í fjölmiðlum árin 2016 og 2019
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot í íslensku samfélagi er mikilvægt rannsóknarefni, vegna þess að fjölmiðlar hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Rannsóknir á umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot hafa ekki verið margar hérlendis, en fleiri hafa verið gerðar erlendis. Þessar rannsóknir sýna mikilvægi þess að rannsaka umræðu kynferðisbrota í fjölmiðlum, þar sem fjölmiðlar hafa áhrif á viðhorf og fordóma í samfélagi. Helsti tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvort orðræða kynferðisbrota í fjölmiðlum hefur breyst vegna komu #MeToo bylgjunnar. Þýði rannsóknarinnar innihélt 165 fréttir frá árunum 2016 og 2019, af fjölmiðlunum Fréttablaðið og Morgunblaðið. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir við rannsóknina, þar sem greiningarferli fréttanna innihélt þemagreiningu og gagnrýna sögulega orðræðugreiningu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu meðal annars frá því að endurtekin munstur á fréttunum komu fram, það var umræða um atburðarrás kynferðisbrota, stöðu þolenda, breytingar innan réttarkerfisins og útíhátíðir á Íslandi líkt og Þjóðhátíð sem var oft nefnt í fréttunum. Niðurstöðurnar sýndu jafnframt frá jákvæðum breytingum á orðræðu kynferðisbrota í fjölmiðlum, þar sem meiri umræða var til staðar árið 2019 um kynferðisbrot og fræðslu kynferðisofbeldis. Einnig sýndu þær fram á mögulega minnkun nauðgunarmenningar á milli áranna tveggja þar sem aðgerðarleysi ríkisins og samfélagsins til kynferðisbrota varð minna árið 2019 heldur en árið 2016.

Samþykkt: 
  • 6.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - ritgerð lokarit - Rakel Líf Gunnarsdóttir.pdf600,51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - BA ritgerð .pdf969,83 kBLokaðurYfirlýsingPDF