is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46819

Titill: 
  • Titill er á ensku Routine Childhood Immunizations in Iceland in an Emerging COVID-19 pandemic
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í byrjun árs 2020 hóf SARS-CoV-2 vírusinn að berast frá Kína til annarra landa og var von bráðar búinn að smita þúsundir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir neyðarástandi og heilbrigðiskerfi heimsins þurftu að bregðast hratt við til þess að vernda heilsu landsmanna sinna og takmarka útbreiðslu smita. Alþjóðlega var lögð áhersla á að forgangsraða bólusetningum barna innan heilsugæsluþjónustunnar og bæta upp fyrir þær sem féllu niður eins fljótt og hægt var. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort hefðu orðið truflanir á bólusetningum barna fyrstu mánuði faraldursins á Íslandi og hvað hefði verið gert til þess að draga úr þessum truflunum innan heilsugæslunnar. Niðurstöður rannsóknarinnar byggjast á megindlegum gögnum frá Embætti landlæknis um bólusetningar barna 2018-2020, og eigindlegum gögnum í formi viðtala við hjúkrunarfræðinga starfandi innan heilbrigðisstofnana á Íslandi. Niðurstöðurnar sýna að valkvæðar truflanir voru á bólusetningum í mars og apríl árið 2020 þegar starfsemi heilsugæslu var töluvert skert vegna smithættu og sýnatöku. Þetta olli þó smávægilegum truflunum á bólusetningu barna yngri en tveggja ára. Bólusetningum fjögurra ára barna var þó frestað og þátttaka í þeim skertist heilt yfir árið 2020, þrátt fyrir að reynt hefði verið að bæta upp fyrir þær bólusetningar sem féllu niður. Eins var töluverð skerðing á bólusetningum 12 ára skólabarna gegn papilloma veirunni (HPV) í mars og apríl 2020 en bætt var upp fyrir það strax í maí. Starfsemi heilsugæsla landsins breyttist mikið vegna faraldursins, venjubundin starfsemi var skert og sýnataka og seinna COVID-19 bólusetningar tóku mikinn tíma og starfskraft. Hjúkrunarfræðingar voru þar fremstir í flokki og olli þetta aukalegu álagi í vinnu þeirra. Skólahjúkrunarfræðingar voru sérstaklega notaðir í önnur störf þegar aðgengi að skólum landsins var skert vegna veirunnar og þyngsti róðurinn var innan heilsugæslunnar. Íslenska heilbrigðiskerfið sýndi þrautseigju og viðbrögð yfirvalda, sóttvarnalæknis og landlæknis voru reyndust viðeigandi á erfiðum tímum. Mikilvægt er að reynslan af baráttunni við COVID-19 faraldurinn nýtist í vinnu við endurskoðun viðbragðsáætlana fyrir komandi hnattrænar heilbrigðisáskoranir.

  • Útdráttur er á ensku

    At the beginning of 2020, the SARS-CoV-2 virus began spreading from China worldwide and soon infected thousands. The World Health Organization declared an emergency, and countries worldwide had to respond quickly to protect the populations and limit the transmission of the virus. International emphasis was put on prioritizing childhood vaccinations and catching up on missed vaccinations as soon as possible. This research examined possible disruptions in childhood vaccinations during the first months of the pandemic in Iceland and what primary healthcare nurses did to minimize these disruptions' effects. This research is based on quantitative data from the Directorate of Health in Iceland on childhood vaccinations in 2018-2020 and qualitative data from interviews with nurses working within primary healthcare in Iceland. The results show selective disruptions in childhood vaccinations in March and April of 2020 when access to primary healthcare was limited because of the risk of infection and testing. The disruptions were minimal for children under the age of two. Vaccinations for 4-year-old children were postponed, and coverage decreased in 2020 despite catch-up efforts. Further, in March and April, there were significant disruptions in 12-year-old vaccinations for the human papilloma virus (HPV), but there was a substantial catch-up in May. In response to the pandemic, vast changes were made in the primary healthcare services, with routine services being limited and more effort being put into testing and later vaccinating against COVID-19. Nurses bore the brunt of these assignments, which caused additional pressure and increased workload. School nurses were especially put in other assignments when access to schools was restricted, and the most pressure was on primary healthcare. The Icelandic health system showed resilience, and the governmental response, along with the Chief Epidemiologist and the Chief Medical Officer of Iceland, was satisfactory during difficult times. It is important that lessons learned during the COVID-19 pandemic feed into revision of preparedness plan for potential future global health threats.

Samþykkt: 
  • 6.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Routine Childhood Immunization in an Emerging COVID-19 pandemic.pdf2.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf82.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF