Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46833
Þessi greinargerð fjallar um þær breytingar sem orðið hafa á starfi blaðamanns með aukinni tæknivæðingu og áhrif tækniþróunar á störf blaðamanna. Sérstaklega er horft til starfa svonefndra myndbandsblaðamanna eða VJ og þær áskoranir sem höfundur stóð frammi fyrir við gerð heimildamyndarinnar Team Spark sem sýnd var á RÚV. Myndin fjallar um keppni nemenda í verkfræði- og raunvísindagreinum við Háskóla Íslands í alþjóðlegu verkfræði- og kappaksturskeppninni Formula Student. Farið er yfir alla þætti kvikmyndagerðarinnar allt frá kvikmyndatöku yfir í klippingu og sýningu myndarinnar. Varpað er ljósi á störf svokallaðra myndbandsblaðamanna eða VJ og fjallað um kosti og galla þess að standa einn að gerð heillar heimildamyndar. Í greinargerðinni er einnig greint frá eigindlegri rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum á þeim breytingum sem orðið hafa á starfi blaða- og fréttamanna með aukinni tæknivæðingu. Rætt er við blaðamenn sem starfað hafa á þeim vettvangi árum jafnvel áratugum saman og stiklað á stóru um áhrif tæknivæðingar á blaðamennsku.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerd til MA gradu i blada og frettamennsku Stefan Adalsteinn Drengsson.pdf | 340.23 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing Drengsson Ny.pdf | 289.48 kB | Lokaður | Yfirlýsing |