en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46833

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif tæknivæðingar á blaða- og fréttamennsku: TEAM SPARK
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi greinargerð fjallar um þær breytingar sem orðið hafa á starfi blaðamanns með aukinni tæknivæðingu og áhrif tækniþróunar á störf blaðamanna. Sérstaklega er horft til starfa svonefndra myndbandsblaðamanna eða VJ og þær áskoranir sem höfundur stóð frammi fyrir við gerð heimildamyndarinnar Team Spark sem sýnd var á RÚV. Myndin fjallar um keppni nemenda í verkfræði- og raunvísindagreinum við Háskóla Íslands í alþjóðlegu verkfræði- og kappaksturskeppninni Formula Student. Farið er yfir alla þætti kvikmyndagerðarinnar allt frá kvikmyndatöku yfir í klippingu og sýningu myndarinnar. Varpað er ljósi á störf svokallaðra myndbandsblaðamanna eða VJ og fjallað um kosti og galla þess að standa einn að gerð heillar heimildamyndar. Í greinargerðinni er einnig greint frá eigindlegri rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum á þeim breytingum sem orðið hafa á starfi blaða- og fréttamanna með aukinni tæknivæðingu. Rætt er við blaðamenn sem starfað hafa á þeim vettvangi árum jafnvel áratugum saman og stiklað á stóru um áhrif tæknivæðingar á blaðamennsku.

Accepted: 
  • May 6, 2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46833


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerd til MA gradu i blada og frettamennsku Stefan Adalsteinn Drengsson.pdf340.23 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_yfirlysing Drengsson Ny.pdf289.48 kBLockedDeclaration of AccessPDF