Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46834
Í ritgerðinni eru mútubrotaákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hér eftir „hgl.“) rannsökuð með hefðbundinni refsiréttarlegri nálgun. Fyrst er fjallað um þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins á þessu sviði, á vettvangi OECD, Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna, og þær margvíslegu skyldur sem lagðar eru á herðar íslenska ríkinu. Því næst er fjallað um réttarpólitík og lagarök að baki refsinæmi múta og mútur staðsettar í flokkunarkerfi refsiréttarins út frá verndarhagsmunum, verknaðaraðferðum, fullframningarstigi og athafna- eða athafnaleysi. Fjallað er um réttarsögulega þróun mútubrotaákvæðanna, sem var fyrst að finna í hegningarlögunum frá 1869. Fjallað er um samsvarandi ákvæði dönsku og norsku hegningarlaganna með hliðsjón af verknaðarlýsingu, huglægum skilyrðum og refsingum. Næst er fjallað með kerfisbundnum hætti um 109. gr. hgl. um mútuboð og mútugreiðslu til opinberra starfsmanna (aktívar mútur). Svo er fjallað með sama hætti um 128. gr. hgl. um mútuheimtingu og mútuþágu opinberra starfsmanna (passívar mútur). Næst er fjallað um mútur í einkageiranum sbr. 264. gr. a, sem kom inn í hegningarlögin árið 2003. Að lokum er fjallað um refsiábyrgð lögaðila vegna mútubrota, mörkin milli umboðssvika og mútubrota og stuttlega um aðrar reglur sem tryggja eiga varnir á þessu sviði. Niðurstöður eru svo dregnar saman að lokum og tekin afstaða til þess hvort ákvæðin þjóni þeim tilgangi sem löggjafinn hefur ætlað þeim.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FINAL-LÁG.pdf | 777,25 kB | Lokaður til...01.05.2040 | Heildartexti | ||
yfirlýsing (1).jpeg | 863,62 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |