Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46835
Reglulega hefur skapast mikil umræða í samfélaginu um að tryggingar hér á landi séu alltof dýrar. Vissulega hafa tryggingar hækkað mikið í verði síðastliðin ár, umfram almennt verðlag, á sama tíma og tryggingafélögin hafa skilað stórum upphæðum til hluthafa sinna í formi arðs og endurkaupa. Markmið þessarar ritgerðar er að gera ítarlega skoðun á tryggingafélögunum á Íslandi til þess að svara spurningunni um hvort tryggingar hér á landi séu einfaldlega of dýrar. Ársreikningar tryggingafélaganna eru skoðaðir og reksturinn greindur. Markaðs- og lagaumhverfi tryggingafélaganna hér á landi verða einnig skoðuð. Til þess að setja þetta í samhengi verður tryggingaumhverfið á Íslandi borið saman við nágrannalönd og þá aðallega Norðurlöndin. Helstu niðurstöður benda til þess að það sé ekki eitt einfalt svar við þessari spurningu. Tryggingarekstur hér á landi er ekki eins arðsamur og á Norðurlöndunum og tjónahlutfall tryggingafélaganna er hærra. Umfang tryggingafélaganna í efnahagslífinu er líka töluvert minna. Í ljósi þessa er ekki hægt að staðhæfa að tryggingafélögin séu að okra á neytendum en hins vegar bendir ýmislegt til þess fara þurfi í endurskoðun á regluverki varðandi skaðabætur líkamstjóna vegna umferðarslysa svo hægt sé að lækka iðgjöld.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MSritgerð_HH_lokaeintak.pdf | 1,32 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlýsing_Harpa.pdf | 53,5 kB | Lokaður | Yfirlýsing |