is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4685

Titill: 
 • Sameining lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: Stöðumat 2010
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni verkefnisins er mat á breytingaferli og markmiðum sameiningar hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
  Rannsóknarspurningin sem jafnframt er heiti verkefnisins er: Sameining lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: Stöðumat 2010?
  Verkefnið er 148 tölusettar blaðsíður og skiptist í megindráttum í tvo hluta, annars vegar greining á sameiningarferli og markmiðum sameiningar og hins vegar stöðumat á þeim ferli, markmiðum og fræðilegum álitaefnum.
  Verkefnið tengist fræðum um verkefnamat (e.program evaluation) og nánar þann flokk verkefnamats sem nefnist stöðumat (e.formative/process evaluation). Verkefnið tengist einnig fræðilegum álitaefnum um breytingastjórnun, stefnumótun og vinnustaðamenningu.
  Aðferðafræði verkefnisins er mestmegnis eigindlegar aðferðir, skoðun og greining á gögnum, viðtöl við aðila og vettvangsskoðun, en einnig reynir á megindlegar aðferðir við mat á tölulegum upplýsingum.
  Helstu niðurstöður verkefnisins eru að sameiningin hafi almennt gengið vel. Mörg en ekki öll markmið sameiningar hafa gengið eftir. Þá virðist hafa skort skýra stefnu um breytingar eftir 1. janúar 2007 svo sem með gerð samrunaáætlunar. Breytingastjórnun hafi því ekki verið fylgt nægilega skipulega eftir sem aftur hefur leitt til óánægju meðal lögreglumanna með skipulagsbreytingar. Þá óánægju má að hluta skýra með mismunandi vinnustaðamenningu.

Samþykkt: 
 • 16.4.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sameining lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Stöðumat 2010 (2).pdf841.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna