Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46853
Umhverfismál og sjálfbærni hafa á síðustu árum fengið aukna athygli, meðal annars vegna breytinga á veðurfari. Einstaklingar og skipulagsheildir geta lagt sitt að mörkum í umhverfismálum með skynsamari neyslu og umhverfsvænni rekstri. Skipulagsheildir ganga mislangt þegar kemur að umhverfisstjórnun, þar sem hægt er að vinna með ólíka staðla og vottanir í umhverfismálum. Því er áhugavert að kanna betur hvernig skipulagsheildir nálgast umhverfismál og hvernig er unnið með þann málaflokk í rekstri. Innan skipulagsheilda bera stjórnir æðsta vald þegar kemur að stefnumótun og eftirliti reksturs og því geta rannsóknir á þeim varpað ljósi á aðgerðir skipulagsheilda og viðskiptamenningu. Marmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig stjórnarmenn í íslenskum fyrirtækjum upplifa þrýsting í tengslum við umhverfis- og sjálfbærnismál. Litið var sérstaklega til þrýstings frá haghöfum. Eigindleg aðferðarfræði var notuð í rannsókninni og níu viðtöl tekin við stjórnarmenn sem sátu í ólíkum íslenskum fyrirtækjum. Fræðileg umfjöllun í rannsókninni snýr annarsvegar að stjórnarháttum og hins vegar að stofnanakenningum, með tilliti til einsleitni, haghafaþrýstings og lögmætis.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur upplifðu mikla og öra breytingu í umhverfis- og sjálfbærnimálum. Einnig fundu þeir fyrir miklum þvingandi þrýstingi þegar kemur að reglugerðum frá Evrópusambandinu en lítill þrýstingur var greindur frá íslenskri reglugerð. Þvingandi reglugerðir geta valdið því að fyrirtæki líti síður til annarra haghafa og að umhverfisstjórnun þeirra verði einfaldari í sniði. Rannsóknin varpar ljósi á hvernig þrýsting fyrirtæki upplifa í umhverfismálum og hvaða haghafar geta hreyft við þeim í átt að umhverfisvænni rekstri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð_Erlingur .pdf | 542.33 kB | Lokaður til...15.06.2027 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing um meferð lokaverkefnis_Erlingur .pdf | 860.46 kB | Lokaður | Yfirlýsing |
Athugsemd: Verkefnið er lokað í þrjú ár með samþykki Viðskiptafræðideildar