is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46858

Titill: 
  • Sakhæf ungmenni á aldrinum 15-21 árs. Hvaða úrræði eru í boði fyrir sakhæf ungmenni sem fremja afbrot?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Afbrot fylgja öllum samfélögum og hvarvetna er talið réttlætanlegt að bregðast við ýmiss konar óæskilegri háttsemi og brotum á reglum samfélagsins með refsingum. Þegar afbrot er framið af barni eða ungmenni vandast hins vegar málin og spurningar vakna um hvernig best sé að bregðast við. Sú ímynd að börn séu viðkvæmir og varnarlausir einstaklingar rofnar oft í kjölfar refsiverðrar háttsemi þeirra. Slík atvik fanga athygli samfélagsins og ýta undir þá umræðu að þyngri refsingar sé besta ráðið til að draga úr afbrotum.
    Megintilgangur þessarar ritgerðar er að skoða þau úrræði fyrir sakhæf ungmenni sem fremja afbrot og geta komið í stað óskilorðsbundins fangelsis að nokkru eða öllu leyti. Með sakhæfum ungmennum er hér átt við ungmenni sem náð hafa sakhæfisaldri, sem samkvæmt íslenskum lögum er 15 ár, og unglingum allt að 21 árs gömlum. Með því að skoða þessi úrræði verður reynt að komast að niðurstöðu um hvort og þá hversu mikið þeim er beitt við afbrotum barna og ungmenna.
    Ritgerðin hefst á almennri umfjöllun um sakhæf ungmenni. Fjallað er um sakhæfisaldur og þróun hans í íslenskum rétti. Þá er farið yfir þá þjóðréttarlegu skuldbindingu sem Ísland hefur undirgengist þegar kemur að vernd barna, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í þriðja kafla er fjallað um félagslega kerfið og þau ákvæði barnaverndarlaga sem kveða á um úrræði barnaverndaryfirvalda þegar þroska og heilsu barns er stefnt í hættu vegna eigin hegðunar. Þá er fjallað um það úrræði barnaverndarlaga um vistun barns utan heimilis. Fjórði kafli fjallar um refsikerfið og hvaða úrræðum dómstólar geta beitt þegar sakhæf börn og ungmenni brjóta af sér. Fyrst er fjallað um skilorðsbundna ákærufrestun samkvæmt 56. gr. hgl. og síðan er farið yfir skilorðsbundna dóma samkvæmt 57.-61. gr. hgl. Því næst er fjallað um ákvæði til refsilækkunar og málsbóta og að lokum er farið yfir heimildir til að falla frá saksókn samkvæmt lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008. Í fimmta kafla er að finna þungamiðju ritgerðarinnar sem fjallar um fullnustuúrræði í íslenskum rétti og hvernig þau geta nýst ungum afbrotamönnum. Þau úrræði sem farið er ítarlega yfir eru samfélagsþjónusta, sáttamiðlun, reynslulausn og afplánun undir rafrænu eftirliti. Í sjötta kafla er sjónum beint að ungmennum á Norðurlöndunum, einkum í Danmörku og í Noregi. Fjallað er um sömu úrræði og gert var í fimmta kafla og hvernig þau nýtast ungum afbrotamönnum í þessum löndum. Að lokum eru niðurstöður dregnar saman í sjöunda kafla.

Samþykkt: 
  • 7.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð lokaútgáfa ERA.pdf920.15 kBLokaður til...31.05.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing Skemman ERA.pdf47.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF