Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46859
Þegar umsóknum um alþjóðlega vernd fjölgar skapast jafnan mikil umræða um meðferð slíkra umsókna og þau áhrif sem móttaka flóttafólks hefur á þau samfélög sem taka við þeim. Ein umdeild og umtöluð aðferð við móttöku fólks á flótta sem hefur rutt sér til rúms víða er stofnun svokallaðra lokaðra búsetuúrræða (e. specialised detention facility) sem ætlað er að hýsa einstaklinga sem leita sér verndar. Í dag eru í gildi lög nr. 80/2016 um útlendinga. Ákvæði laganna gilda um heimild útlendinga til að koma til landsins, dvöl þeirra hér og rétt til alþjóðlegrar verndar, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna. Tilgangur laganna er að kveða á um réttarstöðu og tryggja réttaröryggi útlendinga sem koma til landsins, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Þann 19. janúar 2024 lagði dómsmálaráðuneytið fram til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um lokað búsetuúrræði, sbr. mál nr. S-10/2024. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði sérstök lög um vistun útlendinga í lokaðri búsetu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ákvæði frumvarpsins eru í grunninn byggð á IV. kafla tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2008/115/EB um sameiginlega staðla og málsmeðferð í aðildarríkjum varðandi endursendingu ríkisborgara þriðju landa sem dvelja þar ólöglega. Í þessari ritgerð verður gerð grein fyrir þeim reglum sem Evrópusambandið hefur sett varðandi réttarstöðu fólks á flótta. Þá verður sérstaklega kannaðar reglur sambandsins tengdar lokuðum búsetuúrræðum fyrir fólk á flótta innan aðildarríkja þess og aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins sem og tengsl þeirra við íslenska útlendingalöggjöf og nýlegar tillögur dómsmálaráðuneytisins um beitingu lokaðra búsetuúrræða á Íslandi. Markmið ritgerðarinnar er að kanna lögmæti þeirra reglna m.a. í ljósi ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu og dóma mannréttindadómstóls Evrópu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð - skilaútgáfa.pdf | 781,7 kB | Lokaður til...01.01.2034 | Heildartexti | ||
Yfirlýsng-skemman.pdf | 1,48 MB | Lokaður | Yfirlýsing |