is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46860

Titill: 
  • PPP-samvinnuverkefni aðkoma einkaaðila í opinberum framkvæmdum, þjónustu og innviðafjárfestingum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Traustir innviðir eru undirstöður íslensks samfélags. Þeir bæta lífsgæði fólks og skapa bæði fjárhagsleg- og félagsleg verðmæti. Þörf er talin hafa skapast á auknum fjárfestingum innviða síðast liðin ár vegna ófullnægjandi viðhalds og uppbyggingar. Sem leitt hefur til þess að staða ákveðna innviða er talin óviðunandi.
    PPP-samvinnuverkefni (e. public-private partnership) eru umfangsmiklir tæknilegir laga- og fjármálagerningar þar sem réttarsamband aðila varir till lengri tíma. Þeim er ætlað að liðka fyrir uppbyggingu og tryggja fullnægjandi viðhald. Þannig er hægt að hrinda í verk brýnum þjóðhagslega hagkvæmum framkvæmdum með aðkomu fjármagns og sérþekkingar einkaaðila. Um er að ræða verk- og þjónustusamning þar sem einkaaðilar sjá um fjármögnun að öllu eða verulegu leyti. Þetta fyrirkomulag felur í sér áhættuskiptingu sem kann að vera fýsilegur kostur fyrir hið opinbera.
    Einkaaðila er falið að reka mannvirkið og sjá um viðhald þess. Eftir atvikum er honum veitt sérleyfi til að hagnýta verkið sem samningurinn tekur til. Í því felst að taka gjald af notkun mannvirkisins en einnig tíðkast að greiða einkaaðila annars konar árangurstengdar greiðslur sem ætlað er að greiða fyrir framkvæmdina. Eftir samningslok verður mannvirkið svo að eign hins opinbera sem ber þá alla ábyrgð á rekstri og viðhaldi þess. Þetta er þó ekki skilyrði en mismunandi samningsskilmálar standa aðilum til boða sem gera ekki allir ráð fyrir að eignarréttur mannvirkisins færist frá einkaaðila til hins opinbera við samningslok.
    Þessu samningsformi fylgja ýmsir kostir og gallar. Bæði er að finna dæmi þess að samningarnir hafa verið þjóðhagslega hagkvæmir og skilað ávinningi til samfélagsins og þar sem þeim hefur mistekist það. Hvalfjarðargöngin eru eina dæmið um framkvæmd sem þessa hér á landi en hún var almennt talin hafa skilað miklum ávinningi til samfélagsins.
    Í ritgerðinni verður leitast við að svara þeirri meginspurningu hvenær PPP-samvinnuverkefni er góður valkostur og hvernig er hægt að framkvæma slíka samninga á sem árangursríkastan hátt. Þá verður einnig rannsakað hvaða ávinningur felst í því fyrir hið opinbera að beita fremur þessari samningsgerð heldur en hefðbundnari opinberri framkvæmd, þar sem opinberir aðilar sjá alfarið um hönnun, byggingu, fjármögnun, rekstur og viðhald mannvirkis.

Samþykkt: 
  • 7.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf1,04 MBLokaður til...11.05.2034HeildartextiPDF
Yfirlýsing 2.pdf630,45 kBLokaðurYfirlýsingPDF