is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46862

Titill: 
  • Mat á orsakatengslum á milli líkamstjóns og umferðar- eða vinnuslysa
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um mat á orsakatengslum á milli líkamstjóns og umferðar- eða vinnuslysa. Farið er yfir helstu reglur, sönnunargögn, sjónarmið og viðmið sem koma til greina við slíkt mat, miðað við gildandi rétt og nýlega úrskurða- og dómaframkvæmd.
    Ágreiningur um orsakatengsl snýr ávallt að sönnun en það er tjónþoli sem að meginreglu ber sönnunarbyrði fyrir líkamstjóni sínu og orsakatengslum. Ýmis sönnunargögn koma til greina við matið sem eru af mismunandi eðli og toga. Komist er m.a. að þeirri niðurstöðu að læknisfræðileg gögn skipti grundvallarmáli og að þau eigi að vera ráðandi þáttur við matið. Séu þau fábrotin verður tjónþoli almennt látinn bera hallann af þeim sönnunarskorti en séu þau ítarleg og tjónþoli hefur gætt að þeim atriðum og sjónarmiðum sem rakin eru nánar í ritgerðinni aukast líkurnar á að sýnt verði fram á orsakatengsl.
    Sum þeirra sjónarmiða og viðmiða sem skipta máli í framkvæmd eru ekki endilega mjög áberandi nema litið sé heildstætt á fjölda mála þar sem deilt hefur verið um orsakatengsl á milli líkamstjóns og umferðar- eða vinnuslyss. Í mörgum málum er þannig vísað til einhverra af þeim án þess að fara nánar út í þýðingu hvers fyrir sig. Aðferðafræðin er fremur sú að vísa til þeirra og komast að niðurstöðu út frá atviksbundnu og heildstæðu mati. Eftir ítarlega rannsókn á úrskurða- og dómaframkvæmd má hins vegar ráða að sum þessara sjónarmiða og viðmiða vega þyngra heldur en önnur, þó að það sé ekki tekið fram berum orðum. Þannig má t.d. sjá að tjónþoli styrkir sönnunarstöðu sína verulega ef hann leitar til læknis fljótlega eftir slys, lýsir þeim einkennum sem hann telur að rekja megi til viðkomandi slyss og tengir þau við slysið. Tjónþoli sem ekki gætir að þessu, sem og öðrum þeim atriðum sem rakin eru í ritgerð þessari, gerir sönnunarstöðu sína töluvert erfiðari en hún þarf að vera.

Samþykkt: 
  • 7.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46862


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Final.pdf1,34 MBLokaður til...06.05.2060HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf592,77 kBLokaðurYfirlýsingPDF