is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46873

Titill: 
  • Útskrift sjúklinga af gjörgæsludeild: Fræðileg samantekt og þróun verklags
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Á gjörgæsludeild eru sjúklingar með bráð og alvarleg veikindi. Hjúkrun, eftirlit og vöktun þeirra eru að mörgu leyti frábrugðnar því sem gerlegt er að veita á almennum deildum sjúkrahúsa. Vegna undangenginna bráðra og alvarlegra veikinda sjúklinganna geta útskriftir þeirra af gjörgæsludeild á almennar deildir verið flóknar og einnig getur reynst vandasamt að tryggja áframhaldandi hjúkrun og eftirlit miðað við klínískt ástand og þannig stuðla að öryggi þeirra. Komið hefur fram að útskrift sjúklinga af gjörgæsludeild á almenna deild utan dagvinnutíma og þörf á endurinnlögn á gjörgæsludeild af almennri deild getur mögulega haft áhrif á útkomu þeirra.
    Tilgangur: Að athuga innihald rannsókna um tímasetningu útskrifta af gjörgæsludeild á almenna deild og um endurinnlagnir á gjörgæsludeild af almennri deild og bera kennsl á afleiðingar fyrir sjúklinga í því skyni að þróa drög að verklagi um útskriftir sjúklinga af gjörgæsludeild á almenna deild.
    Aðferð: Fræðileg samantekt rannsókna áranna 2014-2024 gerð á kerfisbundinn hátt og fengnum úr gagnagrunnunum PubMed og CINAHL. Rannsóknaleitinni var lýst með PRISMA flæðiriti. Rannsóknir samantektarinnar voru settar fram í töflum og í texta. Drög að verklagi voru gerð, byggð á niðurstöðum samantektarinnar.
    Niðurstöður: Tíu rannsóknir uppfylltu inntökuskilyrði samantektarinnar, fimm um tímasetningu útskrifta af gjörgæsludeild á almenna deild, og fimm um endurinnlagnir á gjörgæsludeild af almennri deild. Útskrift sjúklinga utan dagvinnutíma getur aukið hættu sjúklings á andláti á sjúkrahúsi og endurinnlögn á gjörgæsludeild. Hætta er á aukinni dánartíðni sjúklinga sem þurfa endurinnlögn á gjörgæsludeild. Alvarleiki veikinda, fjöldi og alvarleiki fylgisjúkdóma, ástand sjúklings við útskrift af gjörgæsludeild og lengd gjörgæsludvalar eru meðal þeirra þátta sem geta aukið líkur sjúklinga á að þurfa endurinnlögn á gjörgæsludeild af almennri deild.
    Ályktanir: Útskrift sjúklinga af gjörgæsludeild er margþætt. Tímasetning útskrifta sjúklinga af gjörgæsludeild á almenna deild og endurinnlagnir á gjörgæsludeild af almennri deild geta haft neikvæðar afleiðingar á útkomu. Þörf er á skýru verklagi um útskriftir af gjörgæsludeild til að tryggja ávinning sjúklinga.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Patients in the intensive care unit (ICU) have acute and critical illnesses. Their nursing care and monitoring differs in many aspects from the care and monitoring that can be provided in general hospital wards. Due to the patients’ previously acute and critical illnesses, their discharge from the ICU to the general wards can be complicated. It can also prove problematic to ensure continued care and monitoring based on the patients’ clinical condition and thus contribute to their safety. It has been observed that the discharge of patients from the ICU to general wards out-of-hours and their need for readmission to the ICU from the general ward can possibly affect their outcome.
    Objective: To review the content of studies on the timing of ICU discharges to the general ward and studies on ICU readmissions from the general ward, and identify patient outcomes in order to develop a clinical guideline draft for discharges from the ICU to the general ward.
    Methods: A literature review of research from 2014-2024 in the databases PubMed and CINAHL. The literature search was described using a PRISMA flow chart. The studies used in the review were presented in tables and in text. Based on the results of the review, a clinical guideline draft was created.
    Results: Ten studies met the inclusion critera of the review, five on the timing of ICU discharges to the general ward and five on ICU readmissions from the general ward. Patient discharges out-of-hours can increase patient’s risk of in-hospital death and ICU readmission. There is a risk of increased mortality in patients requiring readmission to the ICU. The severity of illness, the number and severity of comorbidities, the patient’s condition at discharge from the ICU, and ICU length of stay are among the factors that can increase the likelihood of patients needing readmission the ICU from the general ward.
    Conclusions: Patient discharge from the ICU is multifaceted. The timing of patient discharges from the ICU to the general ward and readmissions to the ICU from the general ward can have negative consequences on patient outcomes. Clear ICU discharge procedures are needed to ensure patient benefit and safety.

Samþykkt: 
  • 7.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni_final.pdf458.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_undirritud.pdf397.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF