is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46875

Titill: 
  • Árangursrík verkefnateymi í krísu: Aðgerðir almannavarna í Grindavík
  • Titill er á ensku Effective project teams during crisis: Civil defence operations in Grindavík
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Teymisvinna er algeng í dag á hinum ýmsu sviðum og innan ólíkra skipulagsheilda. Í krísu og við hamfarir er teymisvinna verkefnateyma ekki síður mikilvæg. Á síðustu árum hefur fjöldi náttúruhamfara orðið á Reykjanesi. Aukning varð á í nóvember 2023 þegar hófst tímabil mikilla jarðhræringa og eldgosa á svæðinu við og í Grindavík. Það hefur orðið til þess að almannavarnir hafa sinnt aðgerðum í bænum til þess að lágmarka tjón og skaða. Markmið þessarar rannsóknar er því bera kennsl á þætti sem styðja við árangur verkefnateyma í krísuverkefninu í Grindavík.
    Stuðst er við eigindlega aðferðafræði í rannsókninni þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við sex viðbragðsaðila almannavarna. Með viðtölunum var leitast við að fá fram upplifun viðbragðsaðila af teymisvinnunni í krísuverkefninu og hvað þeir töldu árangursríka þætti. Greining gagna var unnin í anda grundaðrar kenningar.
    Helstu niðurstöður leiða í ljós að árangursríkir eiginleikar verkefnateyma í Grindavík snúa að einstaklingnum, teyminu, stjórnun og sérkenni verkefnisins. Tilfinningastjórnun og fyrri reynsla voru greindir árangursríkir eiginleikar út frá einstaklingnum, margvísleg hlutverk, virðing og traust, tilgangsdrifin samstaða sem og ólík upplifun á öryggi voru greindir út frá teyminu og út frá stjórnun voru það umbreytingaforysta, skilvirk samskipti og létt andrúmsloft. Sérkenni verkefnisins var svo hve síbreytilegar aðstæður voru. Hver þáttur er tengdur hvor öðrum og stuðla saman að árangri verkefnateyma. Niðurstöðurnar gefa jafnframt til kynna að mikill samhljómur ríkir um hvað stuðli að skilvirkni og árangri verkefnateyma. Störf viðbragðsaðila krefjist þess að vera viðbúnir öllu en jafnframt vinna eftir vel skilgreindu verklagi almannavarna. Niðurstöður rannsóknarinnar má nýta til að efla teymisvinnu viðbragðsaðila almannavarna sem og annarra verkefnateyma sem starfa við krísu.
    Lykilorð: Krísustjórnun, hamfarastjórnun, verkefnateymi, náttúruhamfarir, almannavarnir.

Samþykkt: 
  • 7.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46875


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing Magðalena.pdf639,3 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Magðalena MS lokaskil skemman.pdf4,81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna