is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46881

Titill: 
  • Leyfið börnunum að koma til mín. Barnaguðfræði þjóðkirkjunnar 2023-2024
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í guðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hver er sá Guð sem boðaður er börnum í barnastarfi og sunnudagaskólum þjóðkirkjunnar nú um stundir? Hvað er Guð? Hvar er Guð? Guðsmyndir fólks skapast með ýmsu móti og geta verið í stöðugri mótun frá vöggu til grafar. Markmiðið er að bera kensl á guðsmyndir barna eins og þær birtast í söngvum og fræðsluefni fyrir börn í barnastarfi þjóðkirkjunnar 2023-2024 og skoða þær í femínísku/kynjafræðilegu og vistguðfræðilegu ljósi. Hins vegar að fjalla um hugtakið barnaguðfræði (e. Child Theology) ásamt því að gera grein fyrir helstu hugtökum er koma við sögu innan vistguðfræðinnar. Þar ber að nefna kristna guðsmynd, mannskilning, heimsmynd og kristna siðfræði. Tilgangurinn er sá að kanna hvort hin femíníska gagnrýni undanfarinna ára á kristnar guðsmyndir í tengslum við umhverfissiðfræði og vistguðfræði hafi skilað sér út í söngva og efnisval.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 7.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46881


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_HÍ_Leyfið börnunum að koma til mín_SF.pdf529,03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_BA_ copy.jpeg119,68 kBLokaðurYfirlýsingJPG