Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46885
Í þessari ritgerð er farið yfir það vinnuferli sem stóð að baki framleiðslu fyrstu þriggja þátta hlaðvarpsins Plan B, sem er hlaðvarp í myndbandsformi þar sem rætt er um framtíðarhorfur í orku- og loftslagsmálum í viðtölum við fræðimenn úr þremur mismunandi fræðisviðum. Í fyrra kafla er farið er fræðilegan undirbúning og hlutverk blaðamannsins sett í samhengi við áskoranir í loftslagsmálum. Í seinna kafla er farið yfir aðdraganda verkefnisins, bakgrunn og markmið höfundar, undirbúning þáttana sjálfra og val á viðmælendum, auk þess sem val á forms- og tækniatriðum er rætt í samhengi við viðfangsefnið.
Þættirnir eru um það bil klukkutíma löng viðtöl við fræðimenn, einn í hverjum þætti, þar sem reynt er að nálgast ýmsum hliðum loftslagsvandans út frá sérfræðiþekkingu viðkomandi fræðimanns.
Niðurstaða verkefnisins er að loftslagsvandinn er margbrotinn, kerfisbundinn vandi sem nauðsynlegt er að nálgast frá öllum hliðum, sérstaklega þegar kemur að lausnum, þar sem lausnir eru ekki eingöngu tæknilegt úrlausnarefni, heldur fyrst og fremst pólitískt, efnahagslegt og félagslegt úrlausnarefni. Ef meiriháttar stefnubreytingar eiga að verða að veruleika er nauðsynlegt að almenningur sé virkur þátttakandi í umræðum um lausnir, og þar leika blaðamenn lykilhlutverki. Óhefðbundin blaðamennska á borð við sérhæfð hlaðvörp þar sem flókin mál eru rædd á mannamáli með aðstoð ýmiskonar myndefnis, getur hjálpað til við að auka framboð af gagnrýnni umfjöllun og umræður um loftslagsmál, og ekki síst um ábyrgð meginstraumsfjölmiðla þegar kemur að því að viðhalda óbreyttu ástandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð - Plan B.docx.pdf | 411.08 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing (3).pdf | 85.21 kB | Lokaður | Yfirlýsing |