is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46889

Titill: 
  • Líður eins og ég sé ekki velkomin. Hindranir hreyfihamlaðra í samfélaginu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi fjallar um gerð heimildaþáttar um líf systur minnar, Jónu Kristínar Erlendsdóttur, og hvernig heimur hennar breyttist þegar hún lamaðist fyrir neðan brjóst árið 2013. Líf Jónu hefur ekki verið dans á rósum eftir að hún lamaðist þar sem skortur á aðgengi meðal annars hefur gert henni erfitt fyrir. Leitast verður við að draga fram áskoranir sem Jóna stendur frammi fyrir dags daglega vegna hreyfihömlunar sinnar og vegna skorts á aðgengi. Farið verður yfir mismunandi skilgreiningar á fötlun, ýmist út frá skerðingu einstaklinga eða umhverfi þeirra. Í jafnréttisparadísinni sem Ísland á að vera má finna hindranir sem gera fötluðu fólki erfiðara fyrir að taka þátt í samfélaginu.
    Lögð er áhersla á mikilvægi þess að draga fram erfiðleika sem fatlaðir einstaklingar standa frammi fyrir og miðað að því að vekja athygli á þeim í heimildaþættinum. Með þættinum er gerð tilraun til að vekja fólk til umhugsunar um daglegar hindranir fatlaðs fólks sem skortur á aðgengi skapar. Fatlað fólk er ekki áberandi í fjölmiðlum og því verður skoðað hvað ræður fréttavali fjölmiðla og hvert hlutverk þeirra er í samfélögum. Fjallað verður um gerð þáttarins og hvers vegna heimildaþáttur varð fyrir valinu. Farið verður yfir mismunandi tegundir heimildamynda og vöngum velt yfir þeim áskorunum sem fylgja því að fjalla um viðfangsefni sem er manni nátengt. Heimildaþátturinn byggir á sjónarhorni og upplifun systur minnar og er því engin eiginleg niðurstaða sem leysir aðgengisvandamál. Jóna Kristín telur þó að lífið væri mikið einfaldara ef hún gæti alltaf treyst á þau réttindi sem öðrum þykir vera sjálfsögð.

  • Útdráttur er á ensku

    This report delves into the production of a short documentary portraying the life of my sister, Jóna Kristín Erlendsdóttir, and the profound changes she experienced after becoming paralyzed from the chest down in 2013. Since her paralysis, Jóna‘s life has been far from easy, as the lack of accessibility, among other things, has made life more difficult for her. The challenges Jóna faces in her daily life due to her mobility impairment and the lack of accessibility will be highlighted in the documentary and in this report. Diverse perspectives on disability will be explored, examining both individual limitations and the individual’s environment. Despite Iceland‘s reputation as an egalitarian paradise, persistent barriers continue to make life disproportionately difficult for disabled individuals.
    The primary goal of the documentary is to raise awareness of the challenges people with disability face in their daily lives and prompt viewers to contemplate the everyday hardships they face, particularly regarding accessibility issues. There has been a notable lack of representation of individuals with disabilities in the media. The media‘s scant coverage of disability-related topics will be scrutinized, along with the factors influencing news selection and the broader societal role of the media. Furthermore, this report will discuss the motivations behind the documentary‘s creation and the reasons behind the selection of this particular medium will be examined. Various documentary styles will be explored, along with the challenges of portraying a topic closely tied to the filmmaker. While the documentary presents Jóna‘s perspective and experiences, it does not offer a definite solution to the accessibility issues she confronts. However, Jóna Kristín maintains that her life would be considerably easier if she could consistently rely on the rights that others often take for granted.

Samþykkt: 
  • 7.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_Skemman_DLE.pdf254.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Greinargerd_Master_Dagny_Lind.pdf10.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna