is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46896

Titill: 
  • ,,...maður getur ekki verið 100% í öllu": Upplifun kvenna á áhrifum barneigna á starfsferil sinn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða upplifun kvenna á áhrifum barneigna á starfsferil sinn. Til þess voru viðtöl tekin við níu konur sem allar áttu það sameiginlegt að eiga börn, sinna stjórnenda- eða millistjórnendastöðum á íslenskum vinnumarkaði og vera í gagnkynja parasambandi. Leitast var eftir að skoða upplifun og reynslu þeirra á fæðingarorlofi, vinnutíma eftir fæðingu barna, brúun hins svokallaða umönnunarbils og skiptingu almennrar fjölskylduábyrgðar. Auk þess var upplifun þeirra af þátttöku maka á áðurnefndum þáttum tekin til hliðsjónar með það að markmiði að reyna að varpa ljósi á skiptingu fjölskylduábyrgðar og hvaða vægi þátttaka feðra geti haft á starfsferil þeirra. Rannsóknin var unnin eftir aðferðum eigindlegrar aðferðafræði. Hálfstöðluð viðtöl voru tekin við viðmælendur sem síðan voru afrituð og greind eftir fyrirbærafræðilegri aðferðafræði.
    Viðmælendur upplifa mikla pressu og álag að eiga börn, reka heimili og vera í ábyrgðarfullu starfi í íslensku samfélagi í dag. Staðalímyndir sem byggja á þeim hugmyndum að það sé konum eðlislægara en körlum að annast börn og heimili virðast enn að mörgu leyti móta hugmyndir okkar og gjörðir, bæði meðvitað og ómeðvitað. Barneignir hafa með einhverjum hætti áhrif á starfsferil viðmælenda og hvernig þær ná að sinna starfi sínu þar sem greina mátti mun á áhrifum barneigna eftir þátttöku og ábyrgð maka. Því meiri sem þátttaka og ábyrgð maka var innan heimilis og vegna barna, því minni neikvæð áhrif virtust barneignir hafa á starfsferil viðmælenda. Niðurstöður benda því til þess að aukin þátttaka feðra í uppeldi og umsjón barna og á ábyrgð innan heimilis geti haft jákvæð áhrif á starfsferil mæðra og átt þátt í því að jafna stöðu karla og kvenna á íslenskum vinnumarkaði.

Samþykkt: 
  • 8.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birta Pálmarsdóttir kt. 2405892229.pdf563.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - Birta Pálmarsdóttir.pdf14.29 MBLokaðurYfirlýsingPDF