en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4690

Title: 
 • is Hvaða námssvið Aðalnámskráar leikskóla er unnið með í útikennslu og hvernig er kennslunni háttað?
Abstract: 
 • is

  Rannsókn þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs frá leikskólabraut við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka umræðu um möguleika og takmarkanir útikennslu í leikskólastarfi. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort og þá hvernig væri unnið með námssvið Aðalnámskráar leikskóla í útikennslu í leikskólastarfi.
  Rannsóknin fór fram í Björnslundi sem er útikennslustofa leikskólans Rauðhóls í Norðlingaholti haustið 2009. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 23 börn fædd á árunum 2004 til 2006 og fimm starfsmenn leikskólans Rauðhóls. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð sem fólst í þátttökuathugunum, myndbandsupptökum og viðtölum við þrjá leikskólakennara.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru að í Björnslundi var unnið með öll námssvið Aðalnámskráar leikskóla en þó mismikið eftir námssviðum. Í ljós kom að unnið var faglegt og skapandi starf í útikennslu. Björnslundur er ný leikskóladeild en þrátt fyrir það er starfið orðið mjög þróað og gott. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að það starf sem unnið var í Björnslundi sé öðrum skólum til fyrirmyndar.

Description: 
 • is Rannsókn í samstarfi við leikskólann Rauðhól
Accepted: 
 • Apr 16, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4690


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
sigurlauglokaritgerd_fixed.pdf1.87 MBLockedHeildartextiPDF