Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46906
Gróðureldahætta hefur aukist verulega á Ísland með breytingum í veðri og gróðurfari, líkt og hlýnun í veðri, minni beit, aukinni gróðurframleiðslu og aukinni útbreiðslu skóga. Á Íslandi eru gróðureldar algengastir á vorin, í apríl og maí en gróðureldar þekkjast þó einnig á sumrin. Teknir voru fyrir þrír gróðureldar, 13. maí 2015 í Almannadal í Reykjavík, 18. maí 2020 í Norðurárdal í Borgarfirði og 4. maí 2021 í Heiðmörk og veðrátta rannsökuð í kringum þá. Skoðaðar voru breytistærðirnar hiti, úrkoma, raki og vindur. Að auki var 1, 3, 10 og 30 daga uppsöfnuð úrkoma könnuð. Reiknaður var viðvörunarkvarði fyrir gróðurelda (FWI) og rakainnihald lággróðurs (FFMC) fyrir veðurstöðvar næst hverjum gróðureldi fyrir sig. Til viðbótar voru fleiri stöðvar skoðaðar til að framkvæma samanburð á því hvort hættan hafi verið á fleiri stöðum en á þeim stað sem gróðureldurinn kviknaði. Niðurstöður sýndu að viðvörunarkvarðinn sýndi frekar litla eldhættu hvort sem það var veðurstöð nálægt gróðureldi eða ekki. Þrátt fyrir framangreint mældist smávægileg hækkun á gildum viðvörunarkvarðans í aðdraganda gróðureldanna. Rakainnihald lággróðurs (FFMC) sýndi aftur á móti mikla eða mjög mikla eldhættu hvort sem það var á veðurstöð næst gróðureldinum eða aðeins fjær. Þetta er líklega fyrsta rannsókn á viðvörunarkvörðum fyrir gróðurelda hérlendis og út frá niðurstöðum þyrfti að skoða þessa kvarða betur og aðlaga að íslenskum aðstæðum.
The danger of forest fires in Iceland has increased with climate change and vegetation. In Iceland, the forest fire season typically occurs in the spring, April to May, and sometimes extends into the summer months of June to August. This article focuses on three forest fires in Iceland, one on May 13th, 2015, in Almannadalur in Reykjavík, another on May 18th, 2020, in Norðurárdalur in Borgarfjörður, and the third on May 4th, 2021, in Heiðmörk. The weather conditions surrounding these forest fires were studied, including temperature, precipitation, relative humidity, and wind. Additionally, the accumulated precipitation for 1, 3, 10, and 30 days before each forest fire. The Fire Weather Index (FWI) was calculated for the weather stations closest to the fires, along with the Fine Fuel Moisture Code (FFMC), to assess the fire risk not only at the fire locations but also in other areas. The results indicate that while the Fire Weather Index shows a low fire risk overall, the values increased around the fires. The Fine Fuel Moisture Code revealed a high and extreme risk around the fires, both at the stations closest to the fires and at other stations. This research likely represents the first study using a fire danger index in Iceland. Based on these findings, further investigation is needed to refine these indices according to Icelandic weather patterns and vegetation characteristics.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS verkefni_Elísabet_lokaútgáfa.pdf | 3,37 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna í Þjóðarbókhlöðu (.doc) 3.pdf | 203,31 kB | Lokaður | Yfirlýsing |