Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46909
Aukning í framleiðni er ráðandi þáttur í aukinni velferð og viðvarandi hagvexti. Framleiðnivöxtur vinnuafls hefur farið minnkandi víða um heim síðastliðna áratugi og hefur það valdið áhyggjum.
Í ritgerð þessari er kannaður og borinn saman framleiðnivöxtur Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Frakklands, Þýskalands og ríkja Evrópusambandsins í heild á árunum 1997-2022. Stuðst er við gögn af vef Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Framleiðnivöxtur er sundurgreindur í þrjú áhrif: Hrein framleiðniáhrif, sem fanga áhrif aukinnar framleiðni vinnuafls innan atvinnugreina, Baumol áhrif, sem fanga breytingu á samsetningu atvinnugreina með mimsunandi framleiðnivöxt og Denison áhrif, sem fanga breytingu á samsetningu atvinnugreina með mismunandi framleiðnistig.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að framleiðni vinnuafls óx mest á Íslandi á tímabilinu og þar eftir í Svíþjóð. Á Íslandi drógu þó samsetningaráhrifin úr framleiðnivexti, þá sérstaklega á árunum 2011-2016.
Í öllum löndum sem voru til skoðunar voru hrein framleiðniáhrif helsti drifkraftur framleiðniaukningar, Baumol áhrifin neikvæð og Denison áhrifin jákvæð. Samsetningaráhrifin (Baumol- og Denison áhrif) spila þó almennt ekki stórt hlutverk í þróun framleiðnivaxtar, nema í Noregi. Í Noregi eru bæði samsetningaráhrifin sterkari en hrein framleiðniáhrif.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð lokaskil.pdf | 478,9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2024-05-07 22-18.pdf | 463,92 kB | Lokaður | Yfirlýsing |